Fréttir Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Erlent 13.10.2005 19:40 Hungursneyð vofir yfir Malí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð. Erlent 13.10.2005 19:40 Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. Innlent 13.10.2005 19:40 Utanríkisráðherra ráðinn af dögum Friðarhorfur á Srí Lanka versnuðu enn þegar Lakshman Kadirgamar utanríkisráðherra var ráðinn af dögum í gær. Kadirgamar var skotinn til bana af leyniskyttum skömmu eftir að hann steig upp úr sundlaug við heimili sitt. Tvö skot hæfðu hann, annað í höfuðið og hitt í hjartað. Erlent 13.10.2005 19:40 Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:40 Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera. Innlent 13.10.2005 19:40 Danir flæktir í síldardeilu Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum. Erlent 13.10.2005 19:40 Má ekki snúa aftur til Bretlands Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því. Erlent 13.10.2005 19:40 Efast um lögmætið Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna lögmæti þess að sjónvarpsstöðin SKY taki ekki við íslenskum greiðslukortum. Innlent 13.10.2005 19:40 Tekið á móti útgerðum með hörku Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Innlent 13.10.2005 19:40 Bifhjól rakst á sendibíl Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur.<font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:40 Kjöt framleitt án dýra Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. Erlent 13.10.2005 19:40 Telja dvínandi líkur á samstarfi Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma. Innlent 13.10.2005 19:40 Fjöregg R-listans hjá VG Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag en þar kann framtíð samstarfsins að ráðast. Innlent 13.10.2005 19:40 Umboð sveitar SÞ í Írak framlengt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi umboð sveitar sem er við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak um eitt ár í gær. Ákvörðunin var samþykkt samhljóða af þeim 15 ríkjum sem eiga sæti í ráðinu. Alls eru um 340 erlendir, borgaralegir starfsmenn við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og 470 heimamenn. Erlent 13.10.2005 19:40 Reyndu að læðast burt með fartölvu Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin. Innlent 13.10.2005 19:40 Æfðu viðbrögð við eldsvoða Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það. Innlent 13.10.2005 19:40 Biðst afsökunar á mútuhneyksli Forseti Brasilíu, Luis Inacio Lula, hefur beðið þjóðina fyrirgefningar á mútuhneyksli sem hefur orðið þess valdandi að ríkisstjórn hans riðar til falls. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Lula að ríkisstjórnin og Verkamannaflokkurinn þyrfti að biðja þjóðina afsökunar. Hann fullyrti jafnframt að hann hefði ekki vitað um múturnar. Erlent 13.10.2005 19:40 Dönsku eftirlaunalögunum breytt Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftirlaunaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra. Erlent 13.10.2005 19:40 Hive kvartar yfir fjarskiptarisum Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur sent inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem fyrirtækið telur að Síminn og Og Vodafone tvinni saman á óeðlilegan og samkeppnishindrandi hátt fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu og brjóti þar með gegn gildandi úrskurði samkeppnisyfirvalda varðandi samruna fjarskipta og sjónvarps. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Hækkuðu fargjöld vegna olíuverðs Olíuverð hækkaði enn í Bandaríkjunum í gær og komst í 66 dollara fyrir tunnuna. Þrjú bandarísk flugfélög brugðust í gær við hækkununum með því að hækka fargjöld. Ekki liggur fyrir hvernig Flugleiðir bregðast við en við svipaðar aðstæður hafa ýmis evrósk flugfélög brugðist við með því að leggja svonefnt olíugjald á hvern farseðil án þess að kalla það beinlínis hækkun. Erlent 13.10.2005 19:40 Reyndist hafa rekist á rekald Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land. Innlent 13.10.2005 19:40 Lögregla veitti bifhjólum eftirför Fjórum bifhjólum var veitt eftirför lögreglu frá Sæbraut og þaðan austur Suðurlandsbraut í kringum miðnætti í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu mældust ökumenn bifhjólanna á um 120 kílómetra hraða á Sæbraut við Höfðatún þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 13.10.2005 19:40 Hundruð flugferða falla niður Tugþúsundir farþega British Airways eru strandaglópar vegna skyndiverkfalla á Heathrow-flugvelli. Félagið hefur þurft að fella niður hundruð flugferða fyrir vikið. Erlent 13.10.2005 19:40 Hefur skömm á stjórnarþingmönnum "Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:40 NASA sendir könnunarfar til Mars Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu. Erlent 13.10.2005 19:40 Útvegsmenn geti ekki farið í mál Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta. Innlent 13.10.2005 19:40 Olíuútgjöld mun meiri en ætlað var Olíureikningur Icelandair, eða Flugleiða, er orðinn einum milljarði hærri en gert var ráð fyrir um áramót. Sérstakt olíugjald, sem lagt hefur verið á hvern farmiða, hrekkur hvergi nærri upp í mismuninn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Axlarbrotnaði og marðist í slysi Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40 Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. Erlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Erlent 13.10.2005 19:40
Hungursneyð vofir yfir Malí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð. Erlent 13.10.2005 19:40
Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. Innlent 13.10.2005 19:40
Utanríkisráðherra ráðinn af dögum Friðarhorfur á Srí Lanka versnuðu enn þegar Lakshman Kadirgamar utanríkisráðherra var ráðinn af dögum í gær. Kadirgamar var skotinn til bana af leyniskyttum skömmu eftir að hann steig upp úr sundlaug við heimili sitt. Tvö skot hæfðu hann, annað í höfuðið og hitt í hjartað. Erlent 13.10.2005 19:40
Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:40
Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera. Innlent 13.10.2005 19:40
Danir flæktir í síldardeilu Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum. Erlent 13.10.2005 19:40
Má ekki snúa aftur til Bretlands Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því. Erlent 13.10.2005 19:40
Efast um lögmætið Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna lögmæti þess að sjónvarpsstöðin SKY taki ekki við íslenskum greiðslukortum. Innlent 13.10.2005 19:40
Tekið á móti útgerðum með hörku Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Innlent 13.10.2005 19:40
Bifhjól rakst á sendibíl Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur.<font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:40
Kjöt framleitt án dýra Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. Erlent 13.10.2005 19:40
Telja dvínandi líkur á samstarfi Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma. Innlent 13.10.2005 19:40
Fjöregg R-listans hjá VG Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag en þar kann framtíð samstarfsins að ráðast. Innlent 13.10.2005 19:40
Umboð sveitar SÞ í Írak framlengt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi umboð sveitar sem er við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak um eitt ár í gær. Ákvörðunin var samþykkt samhljóða af þeim 15 ríkjum sem eiga sæti í ráðinu. Alls eru um 340 erlendir, borgaralegir starfsmenn við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og 470 heimamenn. Erlent 13.10.2005 19:40
Reyndu að læðast burt með fartölvu Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin. Innlent 13.10.2005 19:40
Æfðu viðbrögð við eldsvoða Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það. Innlent 13.10.2005 19:40
Biðst afsökunar á mútuhneyksli Forseti Brasilíu, Luis Inacio Lula, hefur beðið þjóðina fyrirgefningar á mútuhneyksli sem hefur orðið þess valdandi að ríkisstjórn hans riðar til falls. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Lula að ríkisstjórnin og Verkamannaflokkurinn þyrfti að biðja þjóðina afsökunar. Hann fullyrti jafnframt að hann hefði ekki vitað um múturnar. Erlent 13.10.2005 19:40
Dönsku eftirlaunalögunum breytt Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftirlaunaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra. Erlent 13.10.2005 19:40
Hive kvartar yfir fjarskiptarisum Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur sent inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem fyrirtækið telur að Síminn og Og Vodafone tvinni saman á óeðlilegan og samkeppnishindrandi hátt fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu og brjóti þar með gegn gildandi úrskurði samkeppnisyfirvalda varðandi samruna fjarskipta og sjónvarps. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Hækkuðu fargjöld vegna olíuverðs Olíuverð hækkaði enn í Bandaríkjunum í gær og komst í 66 dollara fyrir tunnuna. Þrjú bandarísk flugfélög brugðust í gær við hækkununum með því að hækka fargjöld. Ekki liggur fyrir hvernig Flugleiðir bregðast við en við svipaðar aðstæður hafa ýmis evrósk flugfélög brugðist við með því að leggja svonefnt olíugjald á hvern farseðil án þess að kalla það beinlínis hækkun. Erlent 13.10.2005 19:40
Reyndist hafa rekist á rekald Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land. Innlent 13.10.2005 19:40
Lögregla veitti bifhjólum eftirför Fjórum bifhjólum var veitt eftirför lögreglu frá Sæbraut og þaðan austur Suðurlandsbraut í kringum miðnætti í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu mældust ökumenn bifhjólanna á um 120 kílómetra hraða á Sæbraut við Höfðatún þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 13.10.2005 19:40
Hundruð flugferða falla niður Tugþúsundir farþega British Airways eru strandaglópar vegna skyndiverkfalla á Heathrow-flugvelli. Félagið hefur þurft að fella niður hundruð flugferða fyrir vikið. Erlent 13.10.2005 19:40
Hefur skömm á stjórnarþingmönnum "Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:40
NASA sendir könnunarfar til Mars Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu. Erlent 13.10.2005 19:40
Útvegsmenn geti ekki farið í mál Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta. Innlent 13.10.2005 19:40
Olíuútgjöld mun meiri en ætlað var Olíureikningur Icelandair, eða Flugleiða, er orðinn einum milljarði hærri en gert var ráð fyrir um áramót. Sérstakt olíugjald, sem lagt hefur verið á hvern farmiða, hrekkur hvergi nærri upp í mismuninn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Axlarbrotnaði og marðist í slysi Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40
Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. Erlent 13.10.2005 19:40