Fréttir Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41 Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:41 Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:41 Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:41 Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins. Erlent 13.10.2005 19:41 Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:41 Sænskt hugvit í þýskar þotur Sænsk tækni verður væntanlega nýtt í þýsku Tornado-orrustuþoturnar en Saab hefur skrifað undir framleiðslusamning að upphæð einn milljarður sænskra króna, sem samsvarar 8,5 milljörðum íslenskra króna, við þýska hluta flugvélaframleiðandans EADS samkvæmt Vegvísi Landsbankans í dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:41 Friðarsamkomulag undirritað Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið. Erlent 13.10.2005 19:41 Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. Innlent 13.10.2005 19:41 Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:41 Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Innlent 13.10.2005 19:41 Vilja aðstoð að utan Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina. Erlent 13.10.2005 19:41 Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður. Erlent 13.10.2005 19:41 Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41 Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41 Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41 Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41 Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41 Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41 Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41 Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41 Samstarf þrátt fyrir sérframboð? Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum, þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Innlent 13.10.2005 19:41 Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41 Átök á fyrsta degi brottflutnings Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar. Erlent 13.10.2005 19:41 Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41 Öfuguggar á kreiki Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður. Erlent 13.10.2005 19:41 Berjast gegn nauðungarhjónaböndum Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd. Erlent 13.10.2005 19:41 60 ár frá uppgjöf Japana Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu. Erlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41
Konu sleppt eftir yfirheyrslur Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:41
Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:41
Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða. Erlent 13.10.2005 19:41
Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins. Erlent 13.10.2005 19:41
Vill ljúka róðri á Menningarnótt Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:41
Sænskt hugvit í þýskar þotur Sænsk tækni verður væntanlega nýtt í þýsku Tornado-orrustuþoturnar en Saab hefur skrifað undir framleiðslusamning að upphæð einn milljarður sænskra króna, sem samsvarar 8,5 milljörðum íslenskra króna, við þýska hluta flugvélaframleiðandans EADS samkvæmt Vegvísi Landsbankans í dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:41
Friðarsamkomulag undirritað Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið. Erlent 13.10.2005 19:41
Sölubann vegna gerlamengunar Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð. Innlent 13.10.2005 19:41
Útskrifaður af gjörgæslu í dag Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur. Innlent 13.10.2005 19:41
Styrktur til rannsókna á ufsa Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Innlent 13.10.2005 19:41
Vilja aðstoð að utan Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina. Erlent 13.10.2005 19:41
Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður. Erlent 13.10.2005 19:41
Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41
Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. Erlent 13.10.2005 19:41
Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41
Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41
Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41
Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41
Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41
Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41
Samstarf þrátt fyrir sérframboð? Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum, þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Innlent 13.10.2005 19:41
Tvítug varnarliðskona myrt Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Innlent 13.10.2005 19:41
Átök á fyrsta degi brottflutnings Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar. Erlent 13.10.2005 19:41
Framleiðsla minnkar milli ára Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa. Innlent 13.10.2005 19:41
Öfuguggar á kreiki Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður. Erlent 13.10.2005 19:41
Berjast gegn nauðungarhjónaböndum Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd. Erlent 13.10.2005 19:41
60 ár frá uppgjöf Japana Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu. Erlent 13.10.2005 19:41