Fréttir Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. Innlent 13.10.2005 19:42 Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. Innlent 13.10.2005 19:42 Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Innlent 13.10.2005 19:42 Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:42 Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:42 Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. Erlent 13.10.2005 19:42 Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:41 Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. Innlent 13.10.2005 19:41 Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. Erlent 13.10.2005 19:41 Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. Erlent 13.10.2005 19:42 Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42 Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:42 Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Innlent 13.10.2005 19:42 Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41 Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41 Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41 2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. Erlent 13.10.2005 19:41 Afganar leita að nýjum þjóðsöng Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur. Erlent 13.10.2005 19:41 Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41 Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 19:41 Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. Erlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41 Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41 Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Erlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. Innlent 13.10.2005 19:42
Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. Innlent 13.10.2005 19:42
Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Innlent 13.10.2005 19:42
Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:42
Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:42
Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. Erlent 13.10.2005 19:42
Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. Innlent 13.10.2005 19:41
Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. Innlent 13.10.2005 19:41
Snarpur skjálfti skekur Japan Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi. Erlent 13.10.2005 19:41
Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. Erlent 13.10.2005 19:42
Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Innlent 13.10.2005 19:42
Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 13.10.2005 19:42
Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Innlent 13.10.2005 19:42
Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41
Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41
Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41
2700 látnir í námuslysum í Kína 2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar. Erlent 13.10.2005 19:41
Afganar leita að nýjum þjóðsöng Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur. Erlent 13.10.2005 19:41
Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41
Frusu til bana fyrir flugslys Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 19:41
Á víkingaskipi úr íspinnaprikum Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. Erlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41
Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41
Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Erlent 13.10.2005 19:41