Fréttir

Fréttamynd

Íbúar eins og fangar á lyftulausu heimili

Íbúar í þjónustuíbúðum aldraðra komast ekki út úr húsi því eina lyfta hússins hefur verið biluð síðan á mánudag. „Það eru svo margir sem ekki geta farið stiga,“ segir Hrafnhildur Thors, fyrrverandi húsmóðir og 92 ára gamall íbúi í þjónustuíbúð Sunnuhlíðar við Kópavogsbraut 1A. Hún hefur búið í húsinu í rúmlega tíu ár og verður 93 ára gömul í september.

Innlent
Fréttamynd

Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn

Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Bandaríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forsetakosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Creditinfo krefur ríkið um 400 milljónir

Upplýsingamiðlunin Creditinfo hefur höfðað mál á hendur fjármálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands til að láta reyna á lögmæti þess að innheimt sé gjald fyrir upplýsingar úr Þjóðskrá, til dæmis veðbönd og fasteignamatsupplýsingar. Fyrirtækið gerir um 400 milljóna króna bótakröfu vegna ofgreiddra gjalda undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í afkomu OR

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega þrjá milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði fyrirtækið rúmum sex milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. OR skilaði þó samanlagt rúmlega 900 milljóna tapi á fyrri helmingi ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskur snekkjusmiður enn í varðhaldi

Rúmlega fertugur íslenskur karlmaður situr í varðhaldi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en honum er gert að sök að hafa falsað skjal í málaferlum sem hann höfðaði í landinu. Hann neitaði sök fyrir rétti í Dubai á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Ikea gæti átt í Hörpuhóteli

Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Félagið ier í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Viðunandi hagnaður

Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 1 milljarði íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var hins vegar 46,9 milljónir dala, eða sem nemur 5,7 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 50,5 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samþykkt með þorra atkvæða gegn 5

VG samþykkti 10. maí 2009 ályktun þar sem mælt var með því að mynduð yrði ríkisstjórn með Samfylkingu "á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem nú liggur fyrir“. Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm, einn sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

ESB vomir yfir VG í kosningabaráttunni

Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) fundaði um helgina. Fyrirfram höfðu verið skapaðar nokkrar væntingar um að nú yrði látið sverfa til stáls í málefnum er varða umsókn að ESB. Raunin varð önnur, samþykkt var ályktun um samskipti Íslands við þjóðir og þjóðabandalög þar sem umræðunni um samskipti Íslands og ESB er fagnað og hvatt til þess að hún haldi áfram.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tafarlausar framkvæmdir

Samtök iðnaðarins vara við því að ef nýframkvæmdir á íbúðamarkaði fari ekki af stað bráðlega sé hætta á því að til komi vöntun á íbúðum, jafnvel fyrr en áður var talið.

Innlent
Fréttamynd

Vodafone hagnast um 206 milljónir

Vodafone hagnaðist um 206 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 150 milljónir króna á milli ára. Hagnaður félagsins fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var tæplega 1,4 milljarðar króna sem er um fimmtungi meira en Vodafone hagnaðist um á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðsókn að leikskólum og gæslu barna jókst eftir hrun

Aðsókn að leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur aukist eftir hrun. Ýmsir óttuðust hið gagnstæða og að bágt efnahagsástand þýddi það að margir þyrftu að neita sér um þjónustuna. Mannekla er svipuð og verið hefur undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Hlutafé í IP Studium aukið

Hlutafé í IP Studium Reykjavík ehf., félagi í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, var aukið um 138,5 milljónir króna þann 13. júlí síðastliðinn. Þá var hlutaféð aukið úr 321,5 milljónum króna í 460 milljónir króna, eða um rúmlega 40 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhersla á sambandið við Færeyjar

ESB Ísland leggur mikla áherslu á að sambandið við Færeyjar sé varðveitt þrátt fyrir að til ESB-aðildar komi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningsafstöðu Íslands varðandi utanríkistengsl, en samningsafstaða varðandi þann málaflokk annars vegar og um tollabandalag hins vegar var opinberuð í gær.

Innlent
Fréttamynd

Morðrannsókn hafin

Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur.

Erlent
Fréttamynd

Bensen fannst í flugeldum

Umhverfisstofnun mældi magn þrávirka efnisins hexaklórbensen í flugeldum og skotkökum níu innflytjenda. Í tveimur sýnishornum reyndist efnið vera yfir leyfilegu magni, en það var í flugeldum frá KR-flugeldum og Alvöru flugeldum.

Innlent
Fréttamynd

Ísak herjar á Bandaríkin

Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Laus úr fangelsi en fer í klaustur

Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi.

Erlent
Fréttamynd

Setja matarolíu á bílana sína

Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Sögð hafa sett sig sjálf í hættu

„Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig.

Erlent
Fréttamynd

Hrefna var komin allt að Kanaríeyjum

Örar breytingar hafa átt sér stað í hafinu þangað sem Íslendingar sækja að mestu leyti hagsæld sína. Til dæmis hefur hátterni hrefnunnar að mörgu leyti komið mönnum á óvart í sumar. Hafrannsóknastofnun undirbýr nú merkingar á hvölum og vonast til að getað komist að því hvar þeir halda til á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Rekstrarfé nýtt til tækjakaupa

Rekstur Landspítalans var, í fyrsta skipti síðastliðin þrjú ár, neikvæður. Þetta sýnir hálfsársuppgjör spítalans. Hallinn er 84 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en 61 milljón sé litið til síðustu sjö mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Gísli J. Ástþórsson látinn

Gísli J. Ástþórsson, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, teiknari og rithöfundur, lést á laugardaginn, 89 ára að aldri. Gísli fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923. Hann lauk BA-prófi í blaðamennsku frá University of North-Carolina árið 1945, en hann var fyrsti Íslendingurinn með háskólapróf í því fagi.

Innlent
Fréttamynd

Börn sjá hrikalegt ofbeldi

Á því tæpa ári sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis hefur staðið yfir hefur sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina

„Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig,“ segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Til Íslands að leysa fjölskylduráðgátuna

Ítalski verkfræðingurinn Giuseppe Massaro er staddur hér á landi til að fræðast um afdrif afa síns Salvatore Massaro en enginn veit af hverju hann tók sig til og flutti til Íslands árið 1954. Bjó hann hér á landi til dauðadags árið 1960. Brotthvarf Salvatores Massaro olli miklu róti sem verið hefur viðvarandi í stórfjölskyldunni allar götur síðan.

Innlent
Fréttamynd

Byggt fyrir útsýnið úr íbúðinni

„Ég gat málað Esjuna úr íbúðinni en nú er búið að byggja fyrir,“ segir listakonan Temma Bell, sem í gær stóð vaktina við Skúlagötu og málaði Esjuna.

Innlent
Fréttamynd

1,5 milljónir tonna af makríl við Ísland

Um 5,1 milljón tonna af makríl mældist í sex vikna rannsóknarleiðangri Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna í sumar og þar af 1,5 milljónir tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu. Það er um 29% af heildarmagninu á rannsóknasvæðinu, að því er Hafrannsóknastofnun greinir frá.

Innlent