Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu með svokallað Pots-heilkenni, en hún horfir nú fram á að Sjúkratryggingar muni hætta greiðsluþátttöku vegna meðferðar sem hún hefur sótt síðustu ár. Hún segir meðferðina hafa gert henni kleift að framkvæmda daglegar athafnir, eins og að standa upprétt og þvo á sér hárið án aðstoðar, en hún verði svipt þeirri getu ef fram heldur sem horfir. 10.8.2025 18:00
Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. 10.8.2025 15:25
Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi segir viðvaningshátt einkenna fyrirhugaðan leiðtogafund forseta ríkjanna tveggja. Stjórn Donalds Trumps virðist ekkert plan hafa, og óvissa uppi um hvort Úkraína muni eiga fulltrúa við borðið. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 10.8.2025 11:54
Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Utanríkisráðherra segir slæmt ef Úkraínumenn þurfa að gefa eftir landsvæði til þess að knýja á um vopnahlé við Rússa. 9.8.2025 18:01
„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. 9.8.2025 12:52
Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Úkraínuforseti segir ekkert land verða gefið eftir í samningum. Sérfræðingur segir líklegt að það þurfi að gerast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9.8.2025 11:45
Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 8.8.2025 18:14
Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. 8.8.2025 12:12
Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7.8.2025 18:06
„Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum. 7.8.2025 06:54