
Fimm milljónir urðu tuttugu og fimm
Einn vann hæsta vinning í Aðalútdrætti í aprílútdrætti hjá Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í kvöld. Hæsti vinningur var fimm milljónir en viðkomandi átti svokallaðan „trompmiða“ og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin.