D-listinn eflist þótt mótherjar sameinist Meira en sex af hverjum tíu Garðbæingum sem afstöðu taka í könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn fengi átta fulltrúa kjörna. Garðabæjarlistinn fengi þrjá menn kjörna en miðjuflokkarnir enga. 9.5.2018 05:30
ÍA biður Guðrúnu afsökunar Formaður knattspyrnudeildar ÍA segir félagið hafa brugðist í máli Guðrúnar Daggar Rúnarsdóttur og Marks Doninger. Hann biður Guðrúnu Dögg afsökunar og segir félagið verða að læra af þeim mistökum. Allir starfsmenn fá fræðslu um ofbeldi og verkferla ÍA. 8.5.2018 07:00
Ekki hægt að rekja hver skoðar gögnin Málaskrárkerfi dómstólasýslunnar er ófullnægjandi. Dæmi eru um að lýsingar á áverkum á kynfærum kvenna séu opnar öllum starfsmönnum dómstóla. Ekki er hægt að rekja leit starfsmanna sem geta afritað gögn án þess að nokkur viti. 7.5.2018 06:00
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5.5.2018 07:00
Sjálfstæðismenn freista þess að ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð Sjálfstæðismenn fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar og freista þess að halda honum þriðja kjörtímabilið í röð. Ný könnun sýnir að róðurinn gæti orði þungur, þótt flokkurinn sé með mesta fylgið í bænum. 4.5.2018 06:00
Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Formaður Miðflokksins er afar ánægður með að mælast með mann inni á Akureyri án þess að hafa tilkynnt um framboð. Hann segir Akureyri eitt höfuðvígi flokksins. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill mynda meirihluta með L-lista. 4.5.2018 06:00
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3.5.2018 07:00
Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Formaður Framsýnar á Húsavík segist sjá alvarleg brot í íslenskri ferðaþjónustu. Starfsmenn hér á landi fái laun sín greidd á erlenda reikninga fram hjá kjarasamningum og skattskilum hér á landi. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur.“ Upplýsingafulltrúi SAF segir undirboð á vinnumarkaði ólíðandi. 2.5.2018 06:00
VG getur ekki mannað framboð á Skaganum Þrír flokkar hafa stillt upp framboði til sveitarstjórnar á Akranesi. Athygli vekur að Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, gat ekki mannað lista í þessu stóra sveitarfélagi og býður ekki fram. 28.4.2018 10:00
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26.4.2018 06:00