Allir laxastofnar landsins undir Augljóst er að ekki hefur verið tilkynnt um allar slysasleppingar í laxeldi á Íslandi samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann segir alla laxastofna á Íslandi vera undir þrátt fyrir að laxeldi verði aðeins stundað á Vestfjörðum. 26.8.2017 20:00
Píratar ræða vaxtarverki og viðburðaríkt ár á aðalfundi Aðalfundur Pírata hófst í morgun og stendur yfir um helgina. Formaður Ungra Pírata segir að litið verði yfir síðasta starfsár með gagnrýnum augum og kosið verður í ráð og nefndir í dag. 26.8.2017 12:15
Taldi Kim Jung-Un lesa hugsanir sínar Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi. 25.8.2017 20:00
Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. 22.8.2017 19:30
Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21.8.2017 20:15
Varnir við flugstöðina skoðaðar Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið. 21.8.2017 20:15
Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17.8.2017 20:00
„Grjótið flýgur í allar áttir“ Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. 16.8.2017 20:00
Ég man þig sýnd í Læknishúsinu Kvikmyndin Ég man þig, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, verður sýnd á söguslóðum í læknishúsinu á Hesteyri í sumar. Skipuleggjandi segir viðburðinn ekki vera fyrir neina vesalinga. 13.8.2017 20:00
Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni sem er grunaður um íkveikju Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa kveikt í íbúðargámi þar sem tveir menn sváfu í nótt. 13.8.2017 14:04