varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lokar sig inni í gluggalausu herbergi

Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum.

Níu ára börn tekin með klám í skólanum

Grunnskólanemendur eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir nemendur allt niður í níu ára aldur. Aukið aðhald þykir nauðsynlegt samhliða aukinni snjallsímanotkun.

Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum.

Tekjuhærri ferðamenn ekki að skila sér

Dregið hefur úr tekjuvexti í ferðaþjónustu og helst hann ekki í hendur við fjölgun ferðamanna. Gögn um neyslu og fjölda ferðamanna sýna að markmið um að ná tekjuhærri ferðamönnum til landsins hafi ekki náðst.

"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá"

Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður.

Koma svartolíu úr okkar lögsögu

Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.

Menga eins og milljón bílar

Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök.

Kjarasamningum VR líklega sagt upp

Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni.

Vanrækslan kostar mannslíf

Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna.

Segir skammarlega tekið á málinu

Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð.

Sjá meira