varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Karlmenn óska síður eftir upplýsingum

Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið.

Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna

Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu.

Kobba með nýjan kóp

Landselsurtan Kobba kæpti snemma í gærmorgun í Húsdýragarðinum. Kópurinn hefur enn ekki verið kyngreindur og því ekki fengið nafn enda fara dýrahirðar garðsins varlega í kringum íbúa hans fyrstu dagana.

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni.

Stelpur „slógust“ á Sjómannadeginum

Sjómannadagur var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og var sjómanna minnst við minnismerki þeirra í Reykjavík og í Bolungarvík. Á Akureyri var boðið í skemmtisiglingu í eikarbátnum Húna tvö og stelpur háðu harðan koddaslag á planka úti á Granda.

Fleiri gerendur leita sér hjálpar

Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum.

Móðirin hafnaði þrífættum kettlingi

Félagið Villikettir leitar reglulega fósturheimila fyrir kettlingafullar villilæður. Þeim er komið fyrir hjá fósturfjölskyldum á meðan kettlingarnir komast á legg og geta farið á ný heimili.

Sjá meira