Engar viðræður um sameiningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2018 19:30 Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. Skuldabréfaútboð WOW air stendur enn yfir og samkvæmt upplýsingum frá félaginu er tilkynningar að vænta í lok vikunnar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka verjast allra fregna. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu í gær og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. Lágmarksmarkmiðið með útboðinu er að safna 5,5 milljörðum króna og ekki liggur fyrir hvort það náist. Á meðan óvissan ríkir rauk virði Icelandair upp í gær þegar hlutabréfin hækkuðu um tíu prósent. Þau hækkuðu einnig í morgun en það gekk til baka og í lok dags var breytingin engin. Þá hefur veiking krónunnar einnig verið tengd við sömu óvissu. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir skort á upplýsingum geta valdið óróa á litlum markaði. „Það er klárt að þegar fyrirtæki halda aftur af sér með upplýsingagjöf skapar það óvissu á markaði og það er það sem við erum að sjá í fjölmiðlum og annars staðar þessa dagana," segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Á vef Samgöngustofu má finna upplýsingar um réttarstöðu farþega við mögulegt gjaldþrot eða greiðslustöðvun en þeir sem ekki hafa keypt alferðir, eða pakkaferðir, eiga einungis kröfu í þrotabúið. Þeir sem greiða með netgíró eiga hins vegar rétt á endurgreiðslu auk þess sem réttur greiðslukorthafa til endurgreiðslu er sterkur. WOW air flutti um fjórða hvern ferðamann til Íslands á síðasta ári og er vægi félagsins í ferðaþjónustu því gríðarlegt en ráðherra ferðamála hefur sagt ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga.Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Ásta furðar sig á 55 milljarða áætlaðri útgjaldaaukningu í nýjum fjárlögum þegar óvissa ríki í þjóðhagslega mikilvægri grein. „Það er ekki gert ráð fyrir neinum hnekkjum á markaði eða misstigum hér og þar sem væri eðlilegt á svona markaði. Svona þegar við erum komin í alþjóðlega samkeppni eins og er með flug- og ferðaþjónustuna. Þegar hún er farin að skipta svona miklum sköpum verðum við að taka það með í reikninginn," segir Ásta. Líkt og áður segir hefur óvissan með WOW einnig verið tengd við veikingu krónunnar á liðnum dögum en í gær beitti Seðlabanki Íslands í fyrsta skipti í um það bil ár inngripum á gjaldeyrismarkaði. Þá hafði krónan veikst um tæp sex prósent frá mánaðarmótum. Konráð S. Guðjónsson, segir þennan óróa jafnvel hafa komið eðlilegri þróun af stað. „Það virðist vera að þessar hræringar og þessi óvissa sé að ýta undir veikingu en ég held að undirliggjandi hafi kannski verið ástæða fyrir henni. Það eru margir búnir að tala um það í nokkrun tíma hvað krónan er sterk og útflutningsfyrirtæki hafa verið að finna svolítið fyrir því. Ísland hefur verið mjög dýrt og svo framvegis," segir Konráð.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur.Upplýsingar um umfang inngrips Seðlabankans verða birtar á morgun en engum aðgerðum var beitt í dag og virðist Seðlabankinn hafa róað markaðinn. Núna undir lok dags kostar ein evra tæplega 132 krónur samanborið við 124 krónur í upphafi mánaðarins og einn Bandaríkjadalur kostar rúmar 113 krónur. Konráð segir inngrip Seðlabankans eðlilegt miðað við yfirlýsta stefnu bankans um að leggjast gegn öfgafullum breytingum á gengi krónunnar. „En ég held að það sé samt mjög varasamt fyrir Seðlabankann að fara að ráðast gegn einhverri þróun sem er kannski óumflýjanleg." Hann segir ómögulegt að segja til um þróunina á næstunni. „Ef það verða miklir erfiðleikar í flugi eða ferðaþjónustu gætum við séð einhverja niðursveiflu vissulega en við höfum sjaldan eða aldrei verið eins vel búin til að takast á við einhverja niðursveiflu og við erum í dag," segir Konráð. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. Skuldabréfaútboð WOW air stendur enn yfir og samkvæmt upplýsingum frá félaginu er tilkynningar að vænta í lok vikunnar. Fréttablaðið greindi í morgun frá því að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka verjast allra fregna. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu í gær og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. Lágmarksmarkmiðið með útboðinu er að safna 5,5 milljörðum króna og ekki liggur fyrir hvort það náist. Á meðan óvissan ríkir rauk virði Icelandair upp í gær þegar hlutabréfin hækkuðu um tíu prósent. Þau hækkuðu einnig í morgun en það gekk til baka og í lok dags var breytingin engin. Þá hefur veiking krónunnar einnig verið tengd við sömu óvissu. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir skort á upplýsingum geta valdið óróa á litlum markaði. „Það er klárt að þegar fyrirtæki halda aftur af sér með upplýsingagjöf skapar það óvissu á markaði og það er það sem við erum að sjá í fjölmiðlum og annars staðar þessa dagana," segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Á vef Samgöngustofu má finna upplýsingar um réttarstöðu farþega við mögulegt gjaldþrot eða greiðslustöðvun en þeir sem ekki hafa keypt alferðir, eða pakkaferðir, eiga einungis kröfu í þrotabúið. Þeir sem greiða með netgíró eiga hins vegar rétt á endurgreiðslu auk þess sem réttur greiðslukorthafa til endurgreiðslu er sterkur. WOW air flutti um fjórða hvern ferðamann til Íslands á síðasta ári og er vægi félagsins í ferðaþjónustu því gríðarlegt en ráðherra ferðamála hefur sagt ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga.Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Ásta furðar sig á 55 milljarða áætlaðri útgjaldaaukningu í nýjum fjárlögum þegar óvissa ríki í þjóðhagslega mikilvægri grein. „Það er ekki gert ráð fyrir neinum hnekkjum á markaði eða misstigum hér og þar sem væri eðlilegt á svona markaði. Svona þegar við erum komin í alþjóðlega samkeppni eins og er með flug- og ferðaþjónustuna. Þegar hún er farin að skipta svona miklum sköpum verðum við að taka það með í reikninginn," segir Ásta. Líkt og áður segir hefur óvissan með WOW einnig verið tengd við veikingu krónunnar á liðnum dögum en í gær beitti Seðlabanki Íslands í fyrsta skipti í um það bil ár inngripum á gjaldeyrismarkaði. Þá hafði krónan veikst um tæp sex prósent frá mánaðarmótum. Konráð S. Guðjónsson, segir þennan óróa jafnvel hafa komið eðlilegri þróun af stað. „Það virðist vera að þessar hræringar og þessi óvissa sé að ýta undir veikingu en ég held að undirliggjandi hafi kannski verið ástæða fyrir henni. Það eru margir búnir að tala um það í nokkrun tíma hvað krónan er sterk og útflutningsfyrirtæki hafa verið að finna svolítið fyrir því. Ísland hefur verið mjög dýrt og svo framvegis," segir Konráð.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur.Upplýsingar um umfang inngrips Seðlabankans verða birtar á morgun en engum aðgerðum var beitt í dag og virðist Seðlabankinn hafa róað markaðinn. Núna undir lok dags kostar ein evra tæplega 132 krónur samanborið við 124 krónur í upphafi mánaðarins og einn Bandaríkjadalur kostar rúmar 113 krónur. Konráð segir inngrip Seðlabankans eðlilegt miðað við yfirlýsta stefnu bankans um að leggjast gegn öfgafullum breytingum á gengi krónunnar. „En ég held að það sé samt mjög varasamt fyrir Seðlabankann að fara að ráðast gegn einhverri þróun sem er kannski óumflýjanleg." Hann segir ómögulegt að segja til um þróunina á næstunni. „Ef það verða miklir erfiðleikar í flugi eða ferðaþjónustu gætum við séð einhverja niðursveiflu vissulega en við höfum sjaldan eða aldrei verið eins vel búin til að takast á við einhverja niðursveiflu og við erum í dag," segir Konráð.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11
Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05