Sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi, sýknaður í Landsrétti og Hæstiréttur tekur áfrýjun ekki fyrir Hæstiréttur Íslands hefur neitað að taka fyrir áfrýjun máls þar sem maður var sýknaður í Landsrétti af nauðgun. Landsréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms, sem hafði sakfellt manninn en honum var gert að hafa stungið fingrum inn í leggöng konu á meðan hún var sofandi. 1.6.2021 21:16
Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn. 1.6.2021 20:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1.6.2021 17:54
Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1.6.2021 17:50
Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar. 31.5.2021 23:00
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31.5.2021 22:46
Ætla að skima alla íbúa fjölmennustu borgar Víetnam Yfirvöld í Víetnam ætla að skima alla níu milljónir íbúa stærstu borgar landsins eftir að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem talið er smitast auðveldar manna á milli, fannst þar. 31.5.2021 22:01
Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt. 31.5.2021 19:22
Mánudagsstreymið: Taka forskot á sumarfríið í sælunni í Verdansk Það er að duga eða drepast fyrir strákana í GameTíví í kvöld. Þeir ætla sér að ná þremur sigrum í Verdansk í kvöld þar sem þetta er síðasta streymið fyrir sumarfrí. 31.5.2021 19:01
Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. 31.5.2021 18:28