Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28.5.2021 15:18
NATO æfir sig fyrir mögulega innrás Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi. 28.5.2021 14:07
Ingenuity lenti í vandræðum í sjöttu flugferðinni á Mars Þyrlan Ingenuity flaug í sjötta sinn á Mars síðasta laugardag. Þyrlan flaug um rúmlega tvö hundruð metra vegalengd í um tíu metra hæð, þó bilun hafi komið upp þegar þyrlan átti um 65 metra eftir. 28.5.2021 12:07
Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. 28.5.2021 11:14
Sony sýndi langt sýnishorn af ævintýrum Aloy Framleiðendur tveggja væntanlegra tölvuleikja sýndu í gær ítarleg sýnishorn af leikjum þeirra. Sony og Guerrilla Games sýndu í gær langt myndband af spilun leiksins Horizon Forbidden West og þá sýndi Techland sömuleiðis myndband af leiknum Dying Light 2. 28.5.2021 09:46
Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín. 28.5.2021 08:49
Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní. 27.5.2021 15:52
Vita ekki hvar hermaðurinn hættulegi er Yfirvöld í Belgíu leita enn að hermanni sem stal miklu af vopnum úr herstöð og hvarf fyrir meira en viku síðan. Hermaðurinn hafði einnig hótað ráðamönnum og veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. 27.5.2021 14:47
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27.5.2021 13:53
Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27.5.2021 11:57