Vildi myrða glaðar konur Maður var handtekinn fyrir að særa tíu manns með hnífi í lest í Tókýó í Japan í gær. Hann sagði lögregluþjónum að hann hefði séð konur sem virtust glaðar í lestinni og að hann vildi myrða þær. 7.8.2021 07:40
Stakk af úr leigubíl en skildi óvart símann eftir Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á fimmta tímanum í miðbænum í nótt. Þá hafði farþegar stungið af frá ógreiddum reikningi en hann skildi óvart síma sinn eftir í bílnum. 7.8.2021 07:19
Veittu sautján ára stút eftirför Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi. 7.8.2021 07:10
Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. 6.8.2021 16:57
Fjórða þáttaröð Stranger Things sýnd á næsta ári Fjórða þáttaröð Stranger Things verður frumsýnd á næsta ári. Þetta tilkynnti Netflix í dag, samhliða því sem stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd. 6.8.2021 15:39
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6.8.2021 15:00
Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun. 6.8.2021 13:45
Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6.8.2021 11:57
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6.8.2021 11:03
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6.8.2021 09:54
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti