Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni.

Mánudagsstreymið: Sveitalífið í GameTíví

Það verður sveitarstemning í streymi strákanna í GameTíví í kvöld. Nú verða strákarnir sendir í sveiti og munu þeir spila leikinn Farming Simulator 2022 á milli þess em þeir gugga í Bændablaðið.

„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“

Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“.

Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk

Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis.

Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp

Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks.

Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu.

GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér

„Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition.

Sjá meira