Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng

Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður.

Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér.

Skyrim er tíu ára og fær enn eina útgáfuna

Hinn gífurlega vinsæli tölvuleikur The Elder Scrolls V: Skyrim kom út fyrir tíu árum í dag. Af því tilefni fær leikurinn enn eina útgáfuna og nú sérstaka afmælisútgáfu.

Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts

Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga.

Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul

Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025.

Sex hundraðasti geim­farinn á leið til geim­stöðvarinnar

Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar.

Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.

Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse

Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn.

Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð

Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur.

Sjá meira