Strax byrjað að skipuleggja næsta tímabil þó liðið sé í undanúrslitum Lið Hauka í Olís deild kvenna í handbolta hefur þegar hafið að safna liði fyrir komandi tímabil. 24.4.2023 18:17
Viktor í Val Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Frá þessu greinir Valur á samfélagsmiðlum sínum. 24.4.2023 17:31
Hin tólf ára Garima Íslandsmeistari í tennis Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade urðu um helgina Íslandsmeistarar í tennis utanhúss. Garima er aðeins 12 ára gömul og er talin eitt mesta efni sem upp hefur komið á Íslandi. 24.4.2023 17:00
Aron ekki með Íslandi í Ísrael Aron Pálmarsson mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta þegar liðið mætir Ísrael ytra í undankeppni EM 2024. Hann er meiddur. 24.4.2023 14:19
Allt undir í Hveragerði Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð. 24.4.2023 13:00
Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. 24.4.2023 12:09
Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni? ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal. 24.4.2023 11:31
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24.4.2023 10:31
Hafdís sögð vera á leið yfir lækinn til Vals Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska landsliðsins og Fram í Olís deild kvenna í handbolta, ku vera á leið til Vals. 24.4.2023 09:01
Chelsea með augastað á Neymar Eins ótrúlegt og það hljómar þá gæti enska knattspyrnufélagið Chelsea reynt að festa kaup á Brasilíumanninum Neymar í sumar. 24.4.2023 08:30