Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. 25.4.2023 16:32
Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið. 25.4.2023 15:31
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25.4.2023 14:31
Finnar mæta á Laugardalsvöll í júlí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik gegn Finnlandi á Laugardalsvelli þann 14. júlí næstkomandi. Frá þessu greindi Knattspyrnusamband Íslands í dag. 25.4.2023 14:02
Besta upphitunin: „Á Hlíðarenda er stefnan að vinna það sem er í boði“ Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, kippir sér ekki mikið upp við spárnar fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Spámenn og spákonur landsins telja að Valur nái ekki að verja titilinn. 25.4.2023 12:01
Sjáðu markaflóðið í Garðabæ, öruggan sigur Víkinga og fyrsta sigur Fylkis Segja má að sóknarleikur Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi staðið undir nafni deildarinnar í gær, mánudag. Alls voru 18 mörk skoruð í aðeins þremur leikjum. 25.4.2023 10:30
Íslandsmeistarar Vals fá liðsstyrk á síðustu stundu Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa aldeilis fengið liðsstyrk þegar það styttist í að Besta deild kvenna í knattspyrnu fari af stað. Bandaríski leikmaðurinn Jamia Fields er komin með leikheimild og getur því spilað þegar Valur fær Breiðablik í heimsókn í kvöld. 25.4.2023 09:31
Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. 25.4.2023 08:31
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25.4.2023 08:15
Rodgers fetar í spor Favre og semur við Jets Félagaskipti Aaron Rodgers frá Green Bay Packers til New York Jets í NFL-deildinni eru svo gott sem frágengin. Rodgers á að blása lífi í lið Jets sem hefur ekki riðið feitum hesti undanfarin ár. 25.4.2023 08:00