Bayern aftur á toppinn Bayern München vann 2-0 sigur á Herthu Berlín og lyfti sér þar með aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar. 30.4.2023 15:45
Salernitana frestaði fagnaðarlátum Napólí Napólí verður ekki Ítalíumeistari í dag eftir að gera 1-1 jafntefli við Salernitana í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 30.4.2023 15:30
Fernandes tryggði Man United stigin þrjú í jöfnum leik Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið lagði Aston Villa 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Bournemouth góðan sigur í fallbaráttunni og Newcastle United kom til baka gegn Southampton. 30.4.2023 15:15
Meistararnir komnir á toppinn Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Fulham í dag. 30.4.2023 15:00
Ding Liren heimsmeistari í skák Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi. Fór viðureign þeirra alla leið í bráðabana. Liren er 17. heimsmeistari sögunnar sem og fyrsti Kínverjinn til að afreka það. 30.4.2023 14:30
Sigvaldi Björn um mögulegan landsliðsþjálfara Íslands: „Berge er geggjaður þjálfari“ „Við mættum allir vel tilbúnir til leiks og kláruðum þetta bara. Þetta var leikur sem þurfti að vinnast og við gerðum það,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, um sigur liðsins á Ísrael. Ísland mætir Eistlandi klukkan 16.00 í Laugardalshöll. 30.4.2023 13:30
Stjarnan Íslandsmeistari sjötta árið í röð Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í hópfimleikum sjötta árið í röð eftir harða baráttu við Gerplu í gær, laugardag. Stjörnukonur áttu harma að hefna en Gerpla rauf sigurgöngu Stjörnunnar á bikarmótinu sem fram fór í mars. 30.4.2023 13:01
Inter vann Lazio og Napólí getur orðið meistari í dag Inter kom til baka og vann Lazio 3-1 í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það þýðir að Napólí getur orðið meistari í fyrsta sinn frá árinu 1990 vinni það leik sinn gegn Salernitana í dag. 30.4.2023 12:30
„Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera. 30.4.2023 12:01
Fyrsta aðstaðan sem er sérstaklega byggð fyrir kvennalið Las Vegas Aces, ríkjandi meistarar WNBA deildarinnar í körfubolta, hafa opinberað nýja æfinga- og keppnisaðstöðu liðsins. Er þetta í fyrsta sinn sem aðstaða er sérstaklega byggð fyrir og í kringum lið í WNBA deildinni. 30.4.2023 11:30