Klippari

Máni Snær Þorláksson

Máni Snær er klippari á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bachelorette-stjarna komin með kærustu

Gabby Windey tók þátt í raunveruleikaþættinum The Bachelorette á síðasta ári. Þar kynntist hún þrjátíu og tveimur mönnum og ákvað að lokum að trúlofast einum þeirra. Það samband entist þó ekki lengi og er Gabby nú komin með kærustu.

Trudeau-hjónin skilja

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband.

„Við erum til­búin að taka við stjórn landsins“

Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins.

Enn á lífi þökk sé systur sinni

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx segir að það sé systur sinni að þakka að hann sé ennþá á lífi í dag. Leikarinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr á árinu en hefur ekki gefaið upp mörg smáatriði varðandi það hvað kom fyrir.

Mygla í Val­húsa­skóla

Mygla hefur greinst í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Tvær skólastofur komu verst út í greiningu á húsnæðinu og þarf að bregðast strax við í þeim. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar er þó bjartsýnn á að rask vegna viðgerða verði ekki of mikið.

Ekki sniðugt að plana gosferð í september

Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur.

Sjá meira