Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi

Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis.

Þrír úlfar í Lindinni á Selfossi vekja mikla athygli

Það eru ekki bara kjólar og dragtir, sem eru í gínum í gluggum tískuverslunarinnar Lindarinnar á Selfossi því þar hefur líka verið sett upp málverkasýningu eftir listakonu á staðnum. Þrír úlfar vekja þar sérstaka athygli.

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari

„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.

Engin mygla lengur í Sunnulækjarskóla á Selfossi

Í vor mældist mygla í vinnuherbergjum í Sunnulækjarskóla á Selfossi og var þeim herbergjum strax lokað og hafist handa við lagfæringar á þeim eftir að starfsmenn fóru í sumarfrí.

Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga

Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið.

Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn

Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari.

Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt

Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa.

Sjá meira