„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16.4.2025 09:09
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16.4.2025 07:53
Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. 16.4.2025 06:57
Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur. 16.4.2025 06:24
Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. 15.4.2025 15:19
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. 15.4.2025 11:36
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15.4.2025 10:51
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. 15.4.2025 09:52
Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. 15.4.2025 08:56
Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl. 14.4.2025 14:40