Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13.11.2018 21:00
Segir Jöklu kannski verða stærstu laxveiðiá Evrópu Laxagengd í Jökulsá á Dal í sumar var sú mesta frá því byrjað var að rækta hana upp sem laxveiðiá eftir að áin varð bergvatnsá með Kárahnjúkastíflu. 12.11.2018 21:00
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8.11.2018 20:30
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5.11.2018 21:00
Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30.10.2018 20:00
Steinhörpur Páls vekja áhuga heimsþekktra tónlistarmanna Steinhörpur sem listamaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert úr flögusteinum hafa vakið alþjóða athygli og sækjast heimsþekktir tónlistarmenn eftir því að fá að leika á þær. 29.10.2018 21:45
Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. 26.10.2018 21:15
Byggðu einbýli í Búðardal fyrir lóðarverð í borginni Fyrsta einbýlishúsið í áratug er risið í Búðardal. Eigendur segja að kostnaður verði á milli 20 og 26 milljónir króna. 25.10.2018 20:45
Ísgöngin skapa umfangsmikla starfsemi á Húsafellssvæðinu Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn. 22.10.2018 20:00
Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20.10.2018 21:45