fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað

Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum

Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni

Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni.

Sjá meira