Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Stöðvar 2 á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Við segjum frá niðurstöðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Íbúar húsanna þriggja á Flateyri mega snúa heim

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á Flateyri en íbúum þriggja íbúðarhúsa var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Þeir mega því snúa heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið þar verður slökkt.

Aðgerðum lokið við Kleifarvatn

Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn eftir að tilkynning barst um slys upp úr klukkan 12. Talið var að manneskja hefði farið í vatnið en síðar kom í ljós að ekki væri hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag tökum við stöðuna á snjóflóðum sem fallið hafa á Vestfjörðum og norðanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Óveður hefur geisað fyrir norðan undanfarna daga og vegum lokað. 

Tveir greindust innan­lands en átta á landa­mærum

Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Flateyri vegna snjóflóðahættu og þrjú íbúðarhús verða rýmd. Kona sem var stödd á Öxnadalsheiði þegar snjóflóð féll á svæðið í gærkvöldi segist hissa á því að Vegagerðin skuli hafa sagt veginn færan. Við ræðum við hana og viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.