Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál

Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda á næsta ári mun gjörbreyta hlutverki Persónuverndar. Forstjórinn kallar eftir fleira starfsfólki samhliða stórauknum málafjölda sem kemur inn á borð stofnunarinnar.

Bankastjórar græða á bréfum

Virði hlutabréfa í eigu bankastjóra tveggja af stærstu bönkum heims, JPMorgan Chase og Goldman Sachs, jókst um 314 milljónir dala, eða 33 milljarða króna, í fyrra. Nutu þeir sérstaklega góðs af hækkunum á hlutabréfaverði bankanna í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í nóvember.

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur bætt við hlut sinn í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félagið á nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs, en átti áður rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur.

Telur borgina hafa orðið af 200 milljónum

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að Reykjavíkurborg hafi tapað tæplega 200 milljónum króna á því að bíða ekki með að selja fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Fulltrúar meirihluta borgarráðs vísa því á bug.

Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum

Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna.

Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli

Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hagfræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs

Fargjöld hækka umfram spár

Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum.

Allir hefðu átt að sitja við sama borð

Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun.

Sjá meira