Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda á næsta ári mun gjörbreyta hlutverki Persónuverndar. Forstjórinn kallar eftir fleira starfsfólki samhliða stórauknum málafjölda sem kemur inn á borð stofnunarinnar. 25.7.2017 06:00
Bankastjórar græða á bréfum Virði hlutabréfa í eigu bankastjóra tveggja af stærstu bönkum heims, JPMorgan Chase og Goldman Sachs, jókst um 314 milljónir dala, eða 33 milljarða króna, í fyrra. Nutu þeir sérstaklega góðs af hækkunum á hlutabréfaverði bankanna í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í nóvember. 25.7.2017 06:00
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur bætt við hlut sinn í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félagið á nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs, en átti áður rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur. 25.7.2017 06:00
Telur borgina hafa orðið af 200 milljónum Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að Reykjavíkurborg hafi tapað tæplega 200 milljónum króna á því að bíða ekki með að selja fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Fulltrúar meirihluta borgarráðs vísa því á bug. 25.7.2017 06:00
Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna. 24.7.2017 06:00
Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hagfræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs 22.7.2017 07:00
Fargjöld hækka umfram spár Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum. 21.7.2017 06:00
Yfirmaður hjá Icelandair var í slagtogi með dæmdum sakamanni Yfirmaður hjá Icelandair, grunaður um verðbréfabrot, var í slagtogi með fleiri mönnum. Til rannsóknar eru viðskipti með bréf í Icelandair fáeinum dögum áður en félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun. 21.7.2017 06:00
Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Umhverfisstofnun krefurð bandaríska verslunarrisann Costco um úrbætur vegna óviðunandi merkinga á efnavörum eftir kvartanir keppinauta. Ef verslunin verður ekki við kröfum á hún dagsektir yfir höfði sér. 20.7.2017 06:00
Allir hefðu átt að sitja við sama borð Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun. 20.7.2017 06:00