Allir hefðu átt að sitja við sama borð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson kynntu fjárfestingarleið bankans árið 2011. VÍSIR/VILHELM Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir gagnrýnivert að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Leiðin hafi leitt til þess að aðstöðumunur á milli þeirra sem áttu fé erlendis og hér á landi hafi aukist. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera strangari. Fram kom í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi 2012 gætu nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna gengishagnað. Markaðurinn upplýsti jafnframt um fjölmarga fjárfesta sem nýttu sér leiðina til þess að koma með gjaldeyri og fjárfesta hér á landi til að minnsta kosti fimm ára. Var þeim gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsBenedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir erfitt að setja sig í spor þeirra sem settu reglurnar um fjárfestingarleiðina á sínum tíma. „Í kjölfar hrunsins voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo mikið af krónum. Snjóhengjan var þá í þeirri stærð að hún gæti sett allt efnahagslífið á hliðina ef krónurnar hefðu allar farið út í einu.“ Hins vegar spyrji maður sig nú hvort reglurnar hafi ekki átt að vera strangari. Vissulega hafi leiðin falið í sér mismunun. „Ég held að eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar öðruvísi.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, lagði fram þingsályktunartillögu í vor um að skipuð yrði sérstök nefnd til þess að rannsaka fjárfestingarleiðina. Tillagan var ekki útrædd á síðasta þingi og segist Einar ætla að leggja hana fram að nýju í haust, þó í breyttri mynd. „Það er fnykur af þessu. Þarna bauðst efnuðu fólki sem átti eignir í útlöndum að koma heim með peningana sína á kjörum sem almenningi stóðu ekki til boða,“ segir hann. Lilja telur það geta verið gagnlegt að skipa sérstaka nefnd til þess að fara yfir málið, hvernig það var tilkomið og hverju það skilaði. „Ef það væri til þess að upplýsa málið frekar, þá er það mjög jákvætt.“ Lilja segir að þegar stjórnvöld hafi opnað leiðina árið 2011 hafi snjóhengjan verið stór og gjaldeyrisinnflæði takmarkað. Leiðin sé hins vegar ekki hafin yfir gagnrýni. Það sem helst hafi verið gagnrýnivert var að ekki höfðu allir sama aðgengi að leiðinni, enda hafi fjárhæðartakmörkin verið tíu milljónir króna. „Það er grundvallaratriði að mínu mati að aðgengi fólks að gæðum sem stjórnvöld hafa milligöngu um að veita þarf að vera jafnt.“ Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fjallaði í vor um áðurnefnda tillögu Pírata, segir sjálfsagt að skoða leiðina ofan í kjölinn. Hann vill þó ekki fullyrða á þessari stundu hvort formleg rannsókn sé nauðsynleg. „Það er afskaplega mikilvægt að okkur takist að skapa traust á meðal almennings á fjármálakerfinu. Við verðum að vanda okkur mjög vel við öll skref sem við tökum og læra af fortíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir gagnrýnivert að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Leiðin hafi leitt til þess að aðstöðumunur á milli þeirra sem áttu fé erlendis og hér á landi hafi aukist. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera strangari. Fram kom í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær að þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi 2012 gætu nú innleyst rúma tuttugu milljarða króna gengishagnað. Markaðurinn upplýsti jafnframt um fjölmarga fjárfesta sem nýttu sér leiðina til þess að koma með gjaldeyri og fjárfesta hér á landi til að minnsta kosti fimm ára. Var þeim gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opinbert gengi Seðlabankans sagði til um.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsBenedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir erfitt að setja sig í spor þeirra sem settu reglurnar um fjárfestingarleiðina á sínum tíma. „Í kjölfar hrunsins voru menn í miklum vandræðum vegna þess að hér voru erlendir aðilar sem áttu svo mikið af krónum. Snjóhengjan var þá í þeirri stærð að hún gæti sett allt efnahagslífið á hliðina ef krónurnar hefðu allar farið út í einu.“ Hins vegar spyrji maður sig nú hvort reglurnar hafi ekki átt að vera strangari. Vissulega hafi leiðin falið í sér mismunun. „Ég held að eftir á að hyggja hefðu menn kannski betur haft reglurnar öðruvísi.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, lagði fram þingsályktunartillögu í vor um að skipuð yrði sérstök nefnd til þess að rannsaka fjárfestingarleiðina. Tillagan var ekki útrædd á síðasta þingi og segist Einar ætla að leggja hana fram að nýju í haust, þó í breyttri mynd. „Það er fnykur af þessu. Þarna bauðst efnuðu fólki sem átti eignir í útlöndum að koma heim með peningana sína á kjörum sem almenningi stóðu ekki til boða,“ segir hann. Lilja telur það geta verið gagnlegt að skipa sérstaka nefnd til þess að fara yfir málið, hvernig það var tilkomið og hverju það skilaði. „Ef það væri til þess að upplýsa málið frekar, þá er það mjög jákvætt.“ Lilja segir að þegar stjórnvöld hafi opnað leiðina árið 2011 hafi snjóhengjan verið stór og gjaldeyrisinnflæði takmarkað. Leiðin sé hins vegar ekki hafin yfir gagnrýni. Það sem helst hafi verið gagnrýnivert var að ekki höfðu allir sama aðgengi að leiðinni, enda hafi fjárhæðartakmörkin verið tíu milljónir króna. „Það er grundvallaratriði að mínu mati að aðgengi fólks að gæðum sem stjórnvöld hafa milligöngu um að veita þarf að vera jafnt.“ Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fjallaði í vor um áðurnefnda tillögu Pírata, segir sjálfsagt að skoða leiðina ofan í kjölinn. Hann vill þó ekki fullyrða á þessari stundu hvort formleg rannsókn sé nauðsynleg. „Það er afskaplega mikilvægt að okkur takist að skapa traust á meðal almennings á fjármálakerfinu. Við verðum að vanda okkur mjög vel við öll skref sem við tökum og læra af fortíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira