Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 08:00 ePóstur, dótturfélag Íslandspósts, tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun í nóvember árið 2012. vísir/arnþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Sjá meira