Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 08:00 ePóstur, dótturfélag Íslandspósts, tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun í nóvember árið 2012. vísir/arnþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts, dótturfélags ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem sinnir meðal annars þróunarverkefnum á sviði rafrænnar dreifingar. Samanlagt tap félagsins frá stofnun í nóvember árið 2012 nemur um 210 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um liðlega 200 milljónir króna í lok síðasta árs. Í svari Íslandspósts við fyrirspurn Markaðarins segir að vöxtur í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir væntingum. Á hitt beri hins vegar að líta að Íslandspóstur hafi getað nýtt fjárfestinguna til þess að þróa þjónustu við viðskiptavini og þau jákvæðu áhrif komi að einhverju leyti til móts við hallann af rekstri ePósts. ePóstur tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem Markaðurinn hefur undir höndum, og námu rekstrartekjur þess 15,3 milljónum króna. Var handbært fé frá rekstri aðeins 1,3 milljónir króna í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun og hefur Íslandspóstur í reynd fjármagnað rekstur þess með því að lána því tæplega 320 milljónir króna. Dótturfélagið, sem starfar á samkeppnismarkaði, var eins og áður sagði stofnað í nóvember árið 2012 eftir að starfsemi þess hafði verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir að tilgangurinn með félaginu sé að bregðast við breyttum kröfum og samskiptavenjum almennings.Mikill óbeinn ávinningur „Staðan á verkefnum ePósts er sú að félagið hefur þróað og byggt upp öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti afar vel í þjónustu við viðskiptavini. Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur heldur utan um var keyptur frá Canada Post og er sambærilegur við kerfi sem önnur póstfyrirtæki um heiminn hafa verið að nota. Óbeinn ávinningur af þessu kerfi er mikill þó að sértekjur séu minni en vonir stóðu til,“ segir í svarinu. Er tekið fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald verkefnisins, en það sé venjulega metið með tilliti til framvindunnar á hverjum tíma. Breytingar á rekstrarumhverfi Íslandspósts, minni umsvif bréfapósts og breytingar á skyldum fyrirtækisins geti allt verið þættir sem komi til skoðunar við þá ákvörðun. Vextir af lánum Íslandspósts til ePósts hafa verið færðir innan móðurfélagsins og má því segja að ársreikningar ePósts gefi ekki raunsanna mynd af rekstrarstöðu félagsins. Þannig kemur fram í ársreikningum ePósts að félagið hafi aðeins greitt samanlagt um 16.600 krónur í vaxtagjöld á undanförnum fjórum árum.Vaxtalaus lán Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin að beiðni Félags atvinnurekenda og Póstmarkaðarins, frá því í fyrra kemur fram að Íslandspóstur hafi veitt ePósti rúmlega 300 milljóna króna vaxtalaust lán á árunum 2013 og 2014. Á sama tíma hafi Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi langtímalán upp á 250 milljónir króna vegna veikrar lausafjárstöðu. Því megi færa rök fyrir því að dótturfélagið hafi verið fjármagnað með vaxtaberandi láni en fjármagnskostnaðurinn hins vegar skilinn eftir hjá móðurfélaginu. Á árunum 2013 til 2016 voru innlánsvextir Seðlabanka Íslands að meðaltali 4,9 prósent, en vextir þessir mynda ákveðið gólf fyrir útlánsvexti bankanna. Ætla má að fyrirtæki í sambærilegum rekstri og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki í taprekstri og án veðhæfra eigna, þyrfti að greiða að minnsta kosti 6 til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé miðað við neðri mörkin má reikna með því að vaxtagjöld af lánveitingum Íslandspósts til ePósts hafi átt að vera að minnsta kosti 10,9 prósent.Útreikningar sem Markaðurinn hefur undir höndum og miða við 10,9 prósenta vexti á lánum ríkisfyrirtækisins gefa til kynna að ePóstur skuldi móðurfélaginu liðlega 500 milljónir króna. Eru þá árleg vaxtagjöld af lánunum nú um 50 milljónir króna.Erfiður rekstur dótturfélaga Í úttekt Fjárstoðar er rakið að rekstur dótturfélaga Íslandspósts hafi frá upphafi verið erfiður. Hann hafi raunar skilað samfelldu tapi frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjárfestinga í dótturfélögum á afkomu Íslandspósts á árunum 2008 til 2015 eru því að minnsta kosti 500 til 600 milljónir króna, en á sama tíma hefur afkoma samstæðunnar verið neikvæð um 107 milljónir króna. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að dótturfélögin eru öll í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Af þessu er ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar í dótturfélögum Íslandspósts kemur frá móðurfélaginu,“ segir í úttektinni. Fyrr í úttektinni er tekið fram að óheimilt sé samkvæmt lögum að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til þess að greiða niður þjónustugjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan samkeppnisrekstur.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira