Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja bera sig saman við bestu bankana

Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum.

Valitor tapaði 565 milljónum króna

Greiðslukortafyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tapaði 565 milljónum fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar skilaði félagið 76 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra.

Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum

Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn.

Kosið um þjóðpeningakerfi í Sviss

Svisslendingar munu í næsta mánuði kjósa um hvort koma eigi á fót þjóðpeningakerfi í landinu. Ef tillagan verður samþykkt verður bönkum bannað að "búa til“ peninga með lánveitingum.

Gallað kerfi

Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um.

Tryggt sér fjármögnun upp á ríflega 15 milljarða

Arctic Green Energy, íslenskt félag sem var stofnað til þess að þróa og reka umhverfisvænar jarðhitaveitur í Asíu, hefur samið við kínversku fjárfestingafélögin CITIC Capital og China Everbright og Þróunarbanka Asíu um fjármögnun upp á 150 milljónir dala eða sem jafngildir ríflega 15,1 milljarði króna.

Rekstrartap Valitors jókst um milljarð

EBITDA-hagnaður Valitors Holding var neikvæður um 650 milljónir króna í fyrra. Forsvarsmenn kortafyrirtækisins gera ráð fyrir að reksturinn verði arðbær innan fimm ára. Viðskiptum félagsins við stærsta samstarfsaðila sinn, bandaríska fyrirtækið Stripe, verður hætt á þessu ári. Miklar fjárfestingar eru í pípunum.

Hærri launakostnaður Icelandair áhyggjuefni

Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára.

Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði

Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið.

Sjá meira