Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent

Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær.

Lækka verðmat sitt á TM

Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut.

Efast um að spá Icelandair gangi eftir

Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð.

Íhuga að skrá Iceland Seafood á aðalmarkað Kauphallarinnar

Stjórn Iceland Seafood International hyggst kanna möguleikann á því að skrá sjávarútvegsfélagið á aðalmarkað Kauphallarinnar í kjölfar kaupa þess á Solo Seafood, eiganda spænsku félaganna Icelandic Iberica og Ecomsa og argentínska félagsins Achernar.

N1 verður „gjörbreytt“

Kaup N1 á Festi skila meiri samlegðaráhrifum en gert er ráð fyrir í áætlunum olíufélagsins, að sögn forstjórans. Hlutabréfaverð N1 hækkaði um 11,5 prósent.

Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum

Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð.

Allianz með 450 milljóna hagnað

Allianz á Íslandi hagnaðist um 448 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaður félagsins saman um 6,9 prósent frá fyrra ári.

Sjá meira