Viðskipti erlent

Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þjónusta Lyft nýtur mikilla vinsælda vestanhafs.
Þjónusta Lyft nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Vísir/Getty

Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð.

Með framtakinu vilja forsvarsmenn Lyft varpa ljósi á þann mikla kostnað sem felst í því að reka einkabíl og vekja um leið athygli á þeim ódýru samgöngumátum sem standa almenningi til boða, svo sem almenningssamgöngum og þjónustu farveitna á borð við Lyft, Zipcar og Divy Bike.

Keppnin er aðeins opin þeim fyrstu hundrað Chicagobúum sem skrá sig til leiks en hún stendur yfir frá 1. til 31. ágúst.

Þátttakendur munu fá inneign upp á 300 dali í Lyft, 45 dala inneign í Divy Bike, 100 dala inneign í Zipcar og mánaðarkort í almenningssamgöngur að virði 105 dalir. „Við erum bókstaflega að biðja fólk um að losa sig við bílana sína,“ segir David Katcher, framkvæmdastjóri hjá Lyft.

„Í raun erum við að veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.