Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði.

Landbúnaðarháskólanum falið að koma með tillögur um eflingu kornræktar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur falið Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna drög að aðgerðaáætlun til eflingar kornræktar. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, þar sem segir að mikilvægi innlendrar kornræktar hafi aukist verulega í tengslum við fæðuöryggi þjóðarinnar.

Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands.

Sjá meira