Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. 10.4.2018 21:00
Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10.4.2018 20:30
Verðhækkanir árangursríkasta vopnið gegn tóbaksneyslu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri. 8.4.2018 13:30
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7.4.2018 20:00
Segir embættismannaelítu hafa dansað trylltasta dansinn Formaður VR segir embættismannaelítuna hafa dansað trylltan dans í sjálftöku síðustu mánuði. Hann segir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar blauta tusku framan í verkalýðshreyfinguna. 7.4.2018 12:45
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7.4.2018 12:30
Verðum áfram miklir eftirbátar Norðurlandanna í þróunarsamvinnu Sviðsstjóri hjá Rauða krossi Íslands segir von á stórauknum fjölda svokallaðra umhverfisflóttamanna á næstu árum. Brýnt sé að efnuð ríki leggi sitt af mörkum í þróunarsamvinnu, en Íslendingar ná aðeins helmingi af markmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt nýrri fjármálaáætlun 5.4.2018 21:00
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1.4.2018 20:10
Örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu við Leifsstöð Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. 29.3.2018 12:30
Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28.3.2018 21:00