„Hún er bæði falleg og góð“ Sambúð eldri borgara og háskólanema á þrítugsaldri í þjónustuíbúðum við Norðurbrún gengur afar vel að sögn íbúa. Eldri íbúar aðstoða háskólanemann við lærdóminn, en á móti kennir hún þeim Facebook-notkun og íþróttir. 25.3.2018 20:30
Höfuðborgarlistinn vill mannlega og góða borg Oddviti nýstofnaðs Höfuðborgarlista hefur efasemdir um Borgarlínu, vill byggja Sundabraut sem fyrst og gera borgina mannlega og góða. Framboðið var kynnt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur síðdegis. 25.3.2018 19:30
Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. 25.3.2018 13:00
Segja brotið gegn Barnasáttmálanum í máli Eugenes Vinir nígerísks manns sem hefur ekki séð börn sín í um níu mánuði segja íslensk yfirvöld brjóta gróflega gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Maðurinn var sendur úr landi síðasta sumar og verður mál hans ekki skoðað á ný fyrr en hann greiðir reikning upp á eina komma eina milljón króna. 24.3.2018 20:00
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24.3.2018 13:28
Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs. 23.3.2018 20:00
Á þriðja tug Íslendinga kaupa DNA próf í hverri viku Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi. 21.3.2018 20:00
Segir kaffihúsaeigendur ekki treysta sér til að leyfa gæludýr Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda segir strangar kröfur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur aftra því að veitingastaðir geti með góðu móti leyft gæludýr. Þannig sé reglugerð um málið túlkuð með mun strangari hætti en tilefni sé til. 21.3.2018 20:00
Gagnrýna aðferðir við aldursgreiningar og vistun barna með fullorðnum Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. 20.3.2018 20:00
Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18.3.2018 19:30