Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. 1.5.2018 20:00
Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1.5.2018 13:04
Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. 22.4.2018 20:00
Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna, en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum. 21.4.2018 20:00
Vilja félagsíbúðir á kostnaðarverði og rafknúið lestarkerfi Alþýðufylkingin í Reykjavík boðar félagslegt húsnæði fyrir alla sem vilja, fleiri störf á vegum borgarinnar og rafknúið lestarkerfi, ofan jarðar og neðan. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í morgun en oddvitinn segir byltingu alþýðunnar óhjákvæmilega fyrr eða síðar. 20.4.2018 19:30
Dæmi um að afgreiðsla skipulags hafi dregist í næstum þrjú ár Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum. 17.4.2018 21:00
Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. 17.4.2018 20:00
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16.4.2018 23:34
Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. 11.4.2018 21:00
Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. 11.4.2018 20:00