Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum

Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.

Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum

Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna, en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum.

Vilja félagsíbúðir á kostnaðarverði og rafknúið lestarkerfi

Alþýðufylkingin í Reykjavík boðar félagslegt húsnæði fyrir alla sem vilja, fleiri störf á vegum borgarinnar og rafknúið lestarkerfi, ofan jarðar og neðan. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í morgun en oddvitinn segir byltingu alþýðunnar óhjákvæmilega fyrr eða síðar.

Dæmi um að afgreiðsla skipulags hafi dregist í næstum þrjú ár

Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum.

Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum

Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson.

Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga

Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri.

Sjá meira