Bindisamningar líkamsræktarstöðva koma mörgum í koll Algengt er að árskort endurnýist sjálfkrafa ef þeim er ekki sagt upp. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi óafvitandi greitt fyrir margra ára áskrift þó þeir telji sig hafa sagt henni upp. 10.12.2017 13:10
Sveinki færir grænlenskum börnum jólapakka frá Íslandi Íslenski jólasveinninn Stekkjastaur heldur til Kulusuk eftir helgi þar sem hann hyggst færa grænlenskum börnum jólagjafir. Gjafanna er aflað af félagsmönnum í skákfélaginu Hróknum, en þeir voru í óða önn að pakka inn í dag. 9.12.2017 20:00
Segir Íslendinga þurfa að sýna meiri yfirvegun þegar kemur að mygluskemmdum Sérfræðingur hjá Mannviti segir viðbrögðin við myglu hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. 9.12.2017 14:14
Borgaryfirvöld reyna að minnka svifryksmengun með rykbindingu Borgaryfirvöld reyna nú að minnka umferðarmengun í borginni með því að rykbinda helstu umferðaræðar. Gildi svifryks hafa mælst há undanfarna tvo daga, en greina má slykju köfnunarefnisdíoxíðs allt í kringum höfuðborgarsvæðið. 8.12.2017 20:15
Mikið framboð af dýrum lúxusíbúðum Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. 28.11.2017 20:00
Framkvæmdir fara fram þrátt fyrir hótun um málsókn Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu. 24.11.2017 20:30
Buðu upp á brauðtertu með frönskum í kosningakaffinu Rjómatertur, loforðasúpa og hríseysk brauðterta með frönskum. Þetta var meðal þess sem finna mátti þegar flokkarnir héldu kosningakaffi víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. 28.10.2017 20:30
Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu. 28.10.2017 19:30
Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. 25.10.2017 22:00
Aukning í fíkniefnabrotum, mansali og vændi Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarin misseri. Lögregluyfirvöld greina mikla aukningu fíkniefnabrota, mansals og vændis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta fjármagn til að takast á við vandann. 24.10.2017 22:30