Hersir Aron Ólafsson

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við fengum annað tækifæri í lífinu“

Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu.

„Nú verða teknar myndir af þessu kjöti“

Olíubornir slökkviliðsmenn stilltu sér upp á Seltjarnarnesi í dag þegar tökur fóru fram fyrir nýtt dagatal. Þrátt fyrir að vera langt frá hinni hefðbundnu starfslýsingu sögðust fyrirsæturnar glaðar hnykla vöðvana fyrir gott málefni.

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við

Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.

Fokheldi fagnað í Hlaðgerðarkoti

Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri.

Komu í veg fyrir tjón í Elliðaám

Með skjótum viðbrögðum tókst að aftra meiriháttar tjóni þegar olía lak í Grófarlæk í Fossvogsdal í gær. Unnið verður að hreinsun lækjarins næstu daga, en heilbrigðisfulltrúi segir að blessunarlega hafi lítið af olíu borist niður í Elliðaár.

Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram

Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan.

Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum

Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta.

Vélmenni í stað fréttamanna?

Vélmenni gætu jafnvel sinnt störfum fréttamanna þegar fram líða stundir. Þetta var meðal þess sem fram kom á Tækni-og hugverkaþingi Samtaka Iðnaðarins í dag.

Hryllingstrúðar stálu senunni á Bleika deginum

Bleikir hryllingstrúðar og naglalakkaðir bifvélavirkjar. Þetta var meðal þess sem sjá mátti þegar haldið var upp á bleika daginn á vinnustöðum landsins í dag. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins fagnar útbreiðslu átaksins, en segir að mæting kvenna í skimun mætti þó vera talsvert betri.

Hindranir daglegs skólalífs dregnar fram í stuttmynd

Maður verður að sjá húmorinn í lífinu. Þetta segja nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands, en þeir frumsýndu í dag gamansama stuttmynd sem sýnir aðgangshindranir sem þeir glíma við á hverjum einasta skóladegi.

Sjá meira