Bindisamningar líkamsræktarstöðva koma mörgum í koll Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:10 Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Vísir/ernir Bindisamningar líkamsræktarstöðva geta komið mörgum í koll þegar líður að nýju ári. Þetta segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, en algengt er að árskort endurnýist sjálfkrafa ef þeim er ekki sagt upp. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi óafvitandi greitt fyrir margra ára áskrift þó þeir telji sig hafa sagt henni upp. Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Algengt er því að árskort sem keypt hafa verið renni út á þessum tíma. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að áskriftinni ljúki þó ár hafi runnið sitt skeið.Sat í súpunni sex árum síðar Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, bendir á að stöðvarnar séu gjarnan með strangar reglur um skriflega uppsögn. Nefnir hún nýlegt dæmi þar sem viðskiptavinur sagði samningi upp við starfmann munnlega, en sat svo í súpunni um sex árum síðar. „Starfsmaður tók við uppsögninni en síðan líður og bíður og svo kemst viðkomandi að því að hann er enn að greiða fyrir einhverja þjónustu sem hann hefur ekki notað í mörg ár. Þá er ekkert annað að gera en að skoða kreditkortayfirlitið á hverjum einasta mánuði þar sem um leið og maður er búinn að borga kreditkortareikninginn þá er maður búinn að samþykkja einhverja þjónustu. Þá er erfitt að krefjast endurgreiðslu,“ segir Brynhildur.Eigi að geta verið á hvaða formi sem er Brynhildur segir ekki ólöglegt að krefjast skriflegrar uppsagnar. Aftur á móti hafi sum fyrirtæki gert enn strangari kröfur sem ekki standist skoðun. „Til dæmis eins og eitt fyrirtæki, Reebok Fitness, sem við vitum um alla vega, er að gera þá kröfu að uppsögn verði að fara fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Við teljum að það geti ekki staðist og sé alltaf best fyrir fólk að gera þetta skriflega eða í tölvupósti.“ Þannig segir hún að skrifleg uppsögn eigi að geta verið á hvaða skriflega formi sem er. „Ef ég ákveð að ég vilji gera það með handskrifuðu bréfi þá er ekki hægt að meina mér það,“ segir Brynhildur Pétursdóttir. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Bindisamningar líkamsræktarstöðva geta komið mörgum í koll þegar líður að nýju ári. Þetta segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, en algengt er að árskort endurnýist sjálfkrafa ef þeim er ekki sagt upp. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi óafvitandi greitt fyrir margra ára áskrift þó þeir telji sig hafa sagt henni upp. Sprenging verður gjarnan í kortakaupum hjá líkamsræktarstöðvum landsins eftir jól og áramót. Algengt er því að árskort sem keypt hafa verið renni út á þessum tíma. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að áskriftinni ljúki þó ár hafi runnið sitt skeið.Sat í súpunni sex árum síðar Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, bendir á að stöðvarnar séu gjarnan með strangar reglur um skriflega uppsögn. Nefnir hún nýlegt dæmi þar sem viðskiptavinur sagði samningi upp við starfmann munnlega, en sat svo í súpunni um sex árum síðar. „Starfsmaður tók við uppsögninni en síðan líður og bíður og svo kemst viðkomandi að því að hann er enn að greiða fyrir einhverja þjónustu sem hann hefur ekki notað í mörg ár. Þá er ekkert annað að gera en að skoða kreditkortayfirlitið á hverjum einasta mánuði þar sem um leið og maður er búinn að borga kreditkortareikninginn þá er maður búinn að samþykkja einhverja þjónustu. Þá er erfitt að krefjast endurgreiðslu,“ segir Brynhildur.Eigi að geta verið á hvaða formi sem er Brynhildur segir ekki ólöglegt að krefjast skriflegrar uppsagnar. Aftur á móti hafi sum fyrirtæki gert enn strangari kröfur sem ekki standist skoðun. „Til dæmis eins og eitt fyrirtæki, Reebok Fitness, sem við vitum um alla vega, er að gera þá kröfu að uppsögn verði að fara fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Við teljum að það geti ekki staðist og sé alltaf best fyrir fólk að gera þetta skriflega eða í tölvupósti.“ Þannig segir hún að skrifleg uppsögn eigi að geta verið á hvaða skriflega formi sem er. „Ef ég ákveð að ég vilji gera það með handskrifuðu bréfi þá er ekki hægt að meina mér það,“ segir Brynhildur Pétursdóttir.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira