Gististaður þar sem áður var hjúkrunarheimili á Kumbaravogi Þetta lítur allt vel út, segir Stefán Aðalsteinsson hjá Ocean Beach Apartments sem undirbýr opnun gististaðar á Kumbaravogi. Hann segir pantanir þegar hafa verið gerðar. 4.10.2017 06:00
Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. 3.10.2017 06:00
Hækka verð til sauðfjárbænda Kaupfélag Skagfirðinga hyggst greiða 13 prósent hærra verð fyrir kjöt frá sauðfjárbændum en áður hafði verið tilkynnt. Þetta kemur fram í frétt frá KS. Lækka átti verðið til bænda um 35 prósent frá fyrra ári en nú er ljóst að sú lækkun verður ekki svo mikil. 30.9.2017 06:00
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29.9.2017 06:00
Segir íslenskt ferðafólk sýna útlendingunum hroka Langflestir sem starfa í ferðaþjónustu í Vík í Mýrdal eru útlendingar. Ef ekki væri fyrir þá væru hótelin lokuð, segir Anna Lára Pálsdóttir sem kennir hópi þeirra íslensku. 29.9.2017 06:00
Ásökun um ofbeldi með fundartækni Tillögu um lýðræðisumbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi, segir í bókun fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs. 28.9.2017 06:00
Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26.9.2017 06:00
Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur Hestamenn segja gerð göngu- og hjólastígs neðan hesthúsa við Kaldárselsveg áhyggjuefni. 22.9.2017 06:00
Voru óvart lyklalausir í útkalli á Skólavörðustíg Lykil vantaði að götulokunarhliðum borgarinnar í útkalli sjúkrabíls með veika konu á Skólavörðustíg. Borgin hafnar fullyrðingum hennar um áhrif lokananna. 22.9.2017 06:00
Stofna félag um rekstur við Seljalandsfoss Rangárþing eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss undirbúa stofnun sameiginlegs rekstrarfélags um framkvæmdir og rekstur við Seljalandsfoss og Hamragarðasvæðið. 21.9.2017 08:00