Telja gull í Minden og fá leyfi til að opna skipið Umhverfisstofnun ákvað á miðvikudag að veita breska félaginu Advanced Marine Services starfsleyfi til að skera gat á póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden til að ná þaðan út skápnum sem Bretarnir telja innihalda gull og silfur. 13.10.2017 06:00
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12.10.2017 04:00
Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11.10.2017 06:00
Vilja varðveita gamla bæinn „Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til,“ segir í frétt á vef Blönduóss þar sem boðað er til íbúafundar á morgun. 10.10.2017 06:00
Hafa aldrei sundrað fleiri nýrnasteinum "Um 250 meðferðir við nýrnasteinum hafa verið árlega með steinbrjóti en þörfin hefur farið vaxandi. Árið 2016 voru yfir 340 meðferðir og Landspítali endurnýjaði steinbrjótstækið sumarið 2017,“ segir á landspitali.is. 10.10.2017 06:00
Ný persóna eftir að hafa fengið gaskút í höfuðið Ríkið á að greiða konu sem fékk höfuðhögg á útihátíð ríflega 3,7 milljónir í bætur. Lögregla felldi rannsókn niður og bótanefnd hafnaði kröfu konunnar en héraðsdómur segir hana fórnarlamb saknæms verknaðar óþekkts aðila. 10.10.2017 06:00
Leggjast gegn virkjun Stóru-Laxár „Það er yfirlýst stefna og vilji sveitarstjórnar að náttúrufegurð og sérstaða vatnasviðs Stóru-Laxár og hinna einstöku Laxárgljúfra verði í engu ógnað og leggst því alfarið gegn útgáfu rannsóknarleyfis,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. 9.10.2017 06:00
Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson húsasmiður vilja fá auða lóð á Bergstaðastræti til að flytja þangað 115 ára hús sem stóð áður við götuna. 7.10.2017 06:00
Fyrrverandi embættismenn sameinast gegn hóteli á grafreit Prófessor emerítus, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi þjóðminjavörður eru meðal þeirra sem gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega. 6.10.2017 06:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5.10.2017 06:00