Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22.3.2021 15:55
Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi. 22.3.2021 15:48
Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. 22.3.2021 14:54
Helena Gallardo Roldán fyrsti starfsstöðvastjóri Hafró á Austurlandi Helena Gallardo Roldán hefur verið ráðin starfsstöðvastjóri og sérfræðingur á nýrri starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Neskaupstað sem opnaði fyrr í mánuðinum. 22.3.2021 14:24
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22.3.2021 13:15
Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. 22.3.2021 12:26
Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð. 20.3.2021 16:59
Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 20.3.2021 14:53
Adrenalínfíklar í Geldingadal í nótt: „Maður lifir hvort eð er bara einu sinni“ Ævintýramaðurinn Steinn Alex Kristgeirsson fór alveg upp að gosinu í Geldingadal í nótt ásamt vinum sínum og náði af því sláandi nærmyndum. Hann segir að þeir hafi byrjað að ganga að gossvæðinu um klukkan 23:30 í gær og verið komnir þangað eftir yfir þrjár klukkustundir. 20.3.2021 13:16
Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. 20.3.2021 12:29