Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fær 55 milljónir króna

Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver.

177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna

177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi.

Inn­flutningur á smokkum tók stökk í sam­komu­banni

Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári.

Guð­laugur Þór vill leiða lista Sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar.

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Sjá meira