Lúðrasveit og verkalýðsforkólfar blésu í lúðra á óvenjulegum baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með óhefðbundnu sniði í dag vegna kórónuveirufaraldursins, annað árið í röð. Ávörp verkalýðsforingja voru flest rafræn og engar kröfugöngur voru á dagskrá. 1.5.2021 21:29
Fær 55 milljónir króna Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver. 1.5.2021 20:01
177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna 177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi. 1.5.2021 18:27
Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30.4.2021 17:06
Innflutningur á smokkum tók stökk í samkomubanni Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári. 30.4.2021 16:04
Lyfja jók hagnað til muna í heimsfaraldri Hagnaður fyrirtækjasamstæðu Lyfju nam 438 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 51,6% frá 2019 þegar hann nam 289 milljónum króna. 30.4.2021 14:41
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30.4.2021 12:18
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30.4.2021 10:43
Hagnaður Origo dregst saman Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021. 30.4.2021 10:12
Vona að hægt verði að bjóða fólki í smitgát með sjálfvirkum hætti í næstu viku Vonast er til að hin margumtalaða uppfærsla á rakningaappi almannavarna og landlæknis verði loks fáanleg í næstu viku. Nýja útgáfan notast við Bluetooth-tækni til að láta fólk vita ef það hefur mögulega verið útsett fyrir kórónuveirusmiti. 29.4.2021 17:23