Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8.10.2021 16:20
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8.10.2021 14:55
Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 8.10.2021 14:31
Mikill viðbúnaður vegna vopns sem reyndist vera eftirlíking Mikill viðbúnaður var við Síðumúla í Reykjavík á þrettánda tímanum í dag þegar tilkynning barst um að karlmaður virtist halda á skotvopni. 8.10.2021 12:53
Íslendingar í Pandóruskjölunum: Icelandair, vatnsverksmiðja, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs Vatnsverksmiðja í Þorlákshöfn, flugvélaviðskipti Icelandair á Tortóla, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs er meðal þess sem kemur við sögu í Pandóruskjölunum. 8.10.2021 10:11
Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar. 7.10.2021 16:44
Sérfræðingar frá TikTok, Spotify og Nike væntanlegir til landsins Fulltrúar frá alþjóðlegum stórfyrirtækjum á borð við TikTok, Spotify, Nike, Smirnoff og Hubspot koma fram á ráðstefnu sem auglýsingastofan Sahara stendur fyrir í Gamla bíói þann 5. nóvember. 7.10.2021 14:25
Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7.10.2021 13:55
Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. 7.10.2021 12:09
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7.10.2021 10:54