Biðjast afsökunar á því að hafa sagt að innrás Rússa væri hafin Bandaríski miðilinn Bloomberg News baðst á laugardagskvöld afsökunar á því að hafa fyrir mistök birt fyrirsögnina „Rússland gerir innrás í Úkraínu.“ 6.2.2022 00:29
Ásgeir Sveinsson vann prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ Ásgeir Sveinsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með 697 atkvæði eða 69% gildra atkvæða þegar öll atkvæði höfðu verið talin. 6.2.2022 00:01
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. 5.2.2022 22:22
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5.2.2022 21:56
Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. 5.2.2022 20:52
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5.2.2022 20:25
Vann tíu milljónir króna Einn heppinn áskrifandi vann fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og fær 9.998.290 krónur í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 4, 19, 23, 28 og 39. Bónustalan var 33. 5.2.2022 19:47
Fluttu slasaðan vélsleðamann á Landspítalann Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna vélsleðaslyss á Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag. 5.2.2022 19:12
Huld óskaði eftir að láta af störfum Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor. 5.2.2022 18:49
Almannavarnir funda með viðbragðsaðilum vegna lægðarinnar Almannavarnir funduðu í dag með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna vegna óveðursins sem gengur brátt yfir landið. 5.2.2022 17:58