Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 15:57 Árið gekk vel hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37
Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11