Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 14:34 Bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi hafa lengi talað fyrir auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu fimm vikurnar og annast flugfélagið Transavia flugið. Þá stendur til að vera með vikulegt flug næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands sem segir um að ræða mikilvæga innspýtingu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um leið fái Norðlendingar tækifæri til að fljúga erlendis beint frá Akureyrarflugvelli. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir þetta mikinn gleðidag. „Við fögnum því mjög að Voigt Travel sé aftur kleift að bjóða upp á leiguflug beint til Norðurlands. Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“ Jákvæðar fréttir eftir langvarandi heimsfaraldur Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að flugferðirnar séu aftur farnar af stað. „Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar,“ segir hún í tilkynningu. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Holland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu fimm vikurnar og annast flugfélagið Transavia flugið. Þá stendur til að vera með vikulegt flug næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands sem segir um að ræða mikilvæga innspýtingu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um leið fái Norðlendingar tækifæri til að fljúga erlendis beint frá Akureyrarflugvelli. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir þetta mikinn gleðidag. „Við fögnum því mjög að Voigt Travel sé aftur kleift að bjóða upp á leiguflug beint til Norðurlands. Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“ Jákvæðar fréttir eftir langvarandi heimsfaraldur Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að flugferðirnar séu aftur farnar af stað. „Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar,“ segir hún í tilkynningu.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Holland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira