Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate

Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 

Sex manna fjöl­skylda skotin til bana í Kali­forníu

Sex manna fjölskylda, þar á meðal sex mánaða gamalt barn og sautján ára móðir barnsins, var skotin til bana í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag. Tveir eru grunaðir um morðin en þeir hafa ekki verið handsamaðir. 

Einungis fjöru­tíu plast­pokar á mann árið 2025

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þurfa þjóðir innan sambandsins að takmarka plastpokanotkun sína fyrir árið 2025. Í tilskipuninni segir að allir íbúar sambandsins megi ekki nota fleiri en fjörutíu plastpoka á ári. Verði tilskipunin að reglugerð þurfa Íslendingar líklegast einnig að fara eftir henni. 

Féll í gjá við Öxar­á

Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 

Ó­á­sættan­legt inn­heimtu­hlut­fall dómsekta

Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Fyrir­tæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skatt­svik

Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 

Siggi Gunnars kominn á fast

Sigurður Þorri Gunnarsson, oftast kallaður Siggi Gunnars, er kominn á fast. Kærasti hans heitir Sigmar Ingi Sigurgeirsson en þeir hafa nýverið deilt myndum af sér saman á Instagram. 

Sjá meira