Fjallagarpur sem býr til innlenda sjónvarpsþætti Eva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Eva mun eyða afmælisdeginum í vinnu en ætlar að hitta vinkonur og fjölskyldu um kvöldið og eiga góða stund. Stefnir á að ganga á tíu hæstu tinda landsins og er þegar byrjuð. 7.2.2018 14:00
KSÍ telur eðlilega skýringu á milljónagreiðslum til Geirs Laun og launauppgjör við Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann KSÍ, kostaði sambandið 11 milljónir króna á síðasta ári. Geir átti inni orlof og hélt vinnu sinni áfram í rúma tvo mánuði. 6.2.2018 06:45
Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ MGT námskeið Birkis Vagns Ómarssonar er, þrátt fyrir enga kynningu, orðið eitt vinsælasta þjálfun í World Class en um 100 manns bíða eftir að komast að púla undir hans leiðsögn. Birkir segir að allsskonar fólk stundi MGT en hann vill bara fólk sem er tilbúið að leggja sig fram. 31.1.2018 11:30
Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Í dag fer fram forvitnilegur fyrirlestur sem þrjár fyrrverandi knattspyrnukonur halda um heilahristing og heilaáverka í fótbolta. 31.1.2018 06:00
Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir skipti yfir í uppeldisfélag sitt Breiðablik á sunnudag. Félagaskiptin skilja eftir biturt bragð í munni Stjörnunnar þar sem Agla kom fyrir tveimur árum og sló í gegn. 30.1.2018 11:00
Leyfin fyrir Super Bowl dottin í hús Ofurskálin eða Super Bowl fer fram sunnudagskvöldið 4. febrúar og eru íþróttabarir landsins komnir með starfsleyfi þessa nótt til að hafa opið til lokaflauts. 29.1.2018 15:30
Hinn mikli Golíat sigrar Davíð í London Chelsea getur brátt hafist handa við að rífa Stamford Bridge og byggja glænýjan og rándýran völl eftir að bæjarráð vísaði kvörtun nágranna frá. Crosthwaite-fjölskyldan segir að nýi völlurinn komi til með að hindra útsýni og hefta aðgang að sólarljósi og vill bætur. 27.1.2018 11:00
20 ár síðan Bill Clinton laug að heimsbyggðinni I did not have sexual relations with that woman, Miss Lewinsky, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, svo eftirminnilega í beinni útsendingu á þessum degi fyrir 20 árum. 26.1.2018 11:00
Auglýsir Háskólann sem hann gekk ekki í Leikarinn frábæri Þorsteinn Bachmann slær nú í gegn í stofum landsmanna í auglýsingum fyrir Háskóla Íslands sem Smári Laufdal, rektor Háskólans í heppni. 25.1.2018 14:00
Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins, fagnaði bikarmeistaratitli í Slóvakíu um helgina. Hún hlakkar til að koma heim til Íslands í Hauka og klára tímabilið. Verður án fjölskyldunnar í tíu daga. 23.1.2018 14:45