Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sækir kraft í storminn sem systurnar upp­lifðu í forsjárdeilunni

París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu.

Alltaf hörð á því að halda með­göngunni á­fram

Hallur Guðjónsson hefur þegar gengið í gegnum meira en flestir á allri ævi sinni þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára. Foreldrar hans hafa á sama tíma lært meira á lífið en áratugina á undan. Þrátt fyrir hrakspár lækna á meðgöngu kom aldrei annað til greina en að eignast gleðigjafann sem nýtur stuðnings allra þorpsbúa. Miklar áskoranir hafa mætt foreldrunum sem hafa þó aldrei séð eftir ákvörðun sinni.

Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér

Aðeins sólarhringsgömul var hún skilin eftir við brú í Dianjian-héraði í Kína. Þremur árum síðar reyndist hún mikill gleðigjafi ástfangins pars á Íslandi sem þráði að eignast barn saman. Hin tvítuga Maja Meixin Aceto leitar í dag fólksins sem sá sig tilneytt til að láta dóttur sína frá sér.

Sat uppi með út­gáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við

„Allt í einu sat ég uppi með útgáfu af sjálfri mér sem ég hvorki skildi né þekkti né kunni við. Og ég var pikkföst, ég gat hvergi flúið,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi og eigandi Pegasus. Fyrir konu sem hefur eytt ævinni í að láta hugmyndir annarra verða að veruleika reyndist stærsta áskorunin að þurfa að byggja sjálfa sig upp á nýtt.

„Af hverju ertu svona í framan?“

Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit.  Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“

„En áttu ekki dóttur?“

„Ég held að það sé gott að tala aðeins meira um dauðann. Við komumst öll í snertingu við dauðann, sem aðstandendur, á einhverjum tímapunkti í lífinu. Þetta er svo mikilvægur tími í lífi fólks og í flestum tilfellum er án efa eitthvað sem fólk hefði viljað gera öðruvísi. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig, gera eins vel og maður getur, og til þess þarf meira samtal og stuðning. Þegar við horfumst í augu við dauðann þá áttum við okkur líka á hversu mikilvægt lífið er- og þá ekki síst samveran með þeim sem maður elskar,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar Þegar mamma mín dó sem kom út hjá Forlaginu nú á dögunum.

Boðaði vin­konurnar í bú­stað eftir að hafa upp­lifað Tinder á sterum

Ósk Vífilsdóttir ætlaði að láta sér nægja að vera bara svala frænkan. Hún ferðaðist um heiminn, saup á kokteilum og barneignir hvergi nærri í kortinu. En allt í einu breyttist allt, hún var farin að skoða myndir af glæsilegum karlmönnum - ekki til að hitta heldur til að velja sem sæðisgjafa.

„Vökvagjöfin er ekki bara eitt­hvað sem ég trúi á“

„Ég þori eiginlega ekki að hugsa út í það hvernig lífið mitt á eftir að verða. Þegar ég fer að pæla í því þá er það svo kvíðavaldandi og stressandi, þannig að ég reyni eiginlega bara að hugsa ekkert um það,“ segir Ethel María Hjartardóttir. 

Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar

„Eftir að hafa rætt við margra aðra þarna úti sem eru með þessa greiningu þá finnst mér það vera ennþá skýrara hvað þessi sjónskerðing er ofboðslega mikið „tabú“, jafnvel þó hún sé fáránlega algeng,” segir Dagbjört Andrésdóttir söngkona og baráttukona. Hún fæddist með CVI - heilatengda sjónskerðingu (cerebral visual impair­ment) en fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul.

Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum

„Ég held að það séu ekkert allir sem átta sig á því að það þarf ekki að vera rándýrt að ferðast, þetta snýst allt um skipulag og rétta forgangsröðun,” segir Ingibjörg Halla Ólafsdóttir 24 ára grunnskólakennari en hún er með gífurlega ástríðu fyrir ferðalögum og hefur í dag heimsótt þrjátíu lönd.

Sjá meira