Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Þegar Dorrit var for­seta­frú

Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist.

Fyrstu mis­tökin voru að fara einn í fangaklefann

„Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju.

„Peningar hafa þann eigin­leika að hafa vald yfir okkur“

„Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl.

Þegar allt sauð upp úr

Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 

Ára­tugir af ó­vissu enduðu með einni setningu í ræktinni

„Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri.

Fékk út­skýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum

Helena Karen Árnadóttir þróaði snemma með sér erfitt samband við mat. Það sem öðrum fannst sjálfsagt að borða, eins og fiskur, kjöt og grænmeti, var henni líkamlega ógerlegt að koma niður. Þrátt fyrir að leitað hafi verið ýmissa ráða til að fá hana til að borða gekk ekkert upp og í gegnum árin var mataræði hennar afar einhæft.

Tvö ár í stofu­fangelsi

Laufey Rut Ármannsdóttir hefur undanfarin tvö ár verið á biðlista eftir gjafanýra, eftir að fyrra gjafanýra hennar hætti að virka. Skert nýrnastarfsemi hefur haft gífurleg áhrif á lífsgæði Laufeyjar og fjölskyldu hennar en á dögunum greip hún til þess ráðs að leita á náðir samfélagsmiðla í von um að finna gjafa.

Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum

Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2010 átti hún allra síst von á að verða ástfangin af landinu, fólkinu og, óvænt, af íslenska leiðsögumanninum sínum, Einari Þór Jóhannssyni. Hún sneri lífi sínu á hvolf, sagði skilið við lífið sem viðskiptafræðingur í Washington-borg og elti ástina alla leið til Íslands. Í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum.

Leik­stýrir kærastanum í stærsta harm­leik sögunnar

Það þarf bæði hugrekki og dálítinn skammt af brjáluðu sjálfstrausti til að takast á við stærsta harmleik sögunnar — og láta hann tala við samtímann. Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri gerir það í nýrri uppsetningu á Hamlet sem frumsýnd var í Borgarleikhúsið síðastliðið föstudagskvöld - þar sem hún teygir leikhúsformið, blandar götumáli við ljóðamál og spyr: Hvað þýðir „að vera eða ekki vera“ árið 2025?

Sjá meira