Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Efling gerir SA til­boð um skamm­tíma­samning

Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er um 56.700 króna flata krónutöluhækkun á öll laun og 15.000 kr. framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024.

Safnað fyrir fimm­tán ára pilt sem slasaðist illa í bruna

„Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum.

„Það þorði enginn í okkur Bjössa“

„Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins.

Fimm­tán mánaða fangelsi fyrir kanna­bis­ræktun á Akur­eyri

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms.

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Há­tíðar­stemning við tendrun Óslóar­trésins

Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð.

Ó­var­kárt orða­lag um af­brot ýtir undir for­dóma

„Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum.

Af­sláttar­dagar færa til jóla­verslun

Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.