Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða. 22.8.2025 11:48
Skattakóngurinn flytur úr landi Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. 22.8.2025 06:31
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. 21.8.2025 14:52
Óska eftir myndefni af gröfunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. 21.8.2025 11:58
Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. 21.8.2025 10:32
„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. 21.8.2025 09:08
Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. 20.8.2025 16:47
Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Starfsmaður leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 20.8.2025 16:05
„Pylsa“ sækir í sig veðrið Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. 20.8.2025 14:54
Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. 20.8.2025 14:14