Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fordæmdi fréttir um dómara

Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar.

Viðræður færast inn í flokkana

Viðræður um myndun ríkisstjórnar munu dragast framyfir helgi. Stefnt er að því að málefnavinnunni ljúki um helgina og verkaskipting milli stjórnmálaflokkanna þriggja verði látin bíða jafnvel fram í næstu viku.

Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna

Birting nafna gerenda er ekki markmið herferðar stjórnmálakvenna segir Heiða Björg Hilmisdóttir, forsprakki hópsins. Konur hafa líkt og karlmenn tekið þátt í þöggun um kynferðisbrot innan stjórnmálaflokka og líta í eigin barm.

Sífellt teygist á viðræðum

Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn.

Ýmsir hugsi yfir úthringingum forystunnar í flokksráðsmenn

Margir í flokksráði Vinstri grænna fá nú símtöl frá forystufólki í flokknum vegna yfirstandandi viðræðna um myndun ríkisstjórnar. Óvíst er hvort flokksráðið samþykkir málefnasamning verði hann borinn undir ráðið. 

Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli

Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu mála gegn öðrum en Sveini Gesti Tryggvasyni í Æsustaða­málinu. Vitni ber að Jón Trausti hafi ekki tekið þátt í atlögunni.

Ráðherrakapallinn hefur verið lagður

Þingflokkar koma nú að málefnavinnu flokkana í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ný ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Að mörgu er að hyggja við val á ráðherrum í nýrri ríkistjórn.

Ekkert umburðarlyndi vegna hótana í garð lögreglumanna

Ákærum og dómum vegna hótana og ofbeldis í garð lögreglu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Refsiramminn var hækkaður fyrir tíu árum. Málum fjölgar en dómar þyngjast ekki. Saksóknari vill vægari úrræði. Formaður Landssambands lögreglumanna er fastur fyrir.

Sjá meira